Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Síða 8
6
ig nauðsyn til að rannsaka nánar, hversu unnt sé að skipu-
leggja framhaldsnám kandídata hér við Háskólann, svonefnt
„post-graduate“-nám, og hver úrræði séu til að örva menn
til að stunda slíkt nám og ljúka hér doktorsprófum. Af hálfu
Háskólans hafa þessi mál verið rædd rækilega, en því miður
hefir lausn þeirra gengið seinna en æskilegt er. Hér er vissu-
lega eitt af stórmálum Háskólans, sem þarfnast úrlausnar hið
fyrsta.
Um leið og vér kveðjum kandídatana, er brautskráðir voru,
höfum vér þá ánægju að fagna nýstúdentum 324 talsins, þar af
29 erlendum stúdentum frá 13 þjóðlöndum.
n.
Er vér heilsum nýju háskólaári, minnumst vér tveggja lát-
inna starfsmanna Háskólans.
Fyrrv. háskólarektor, prófessor dr. phil et jur. Alexander
Jóhannesson andaðist hinn 7. júní 1965. Með honum er geng-
inn sá maður, sem manna lengst hefir kennt við Háskólann, og
sá, er lengst allra manna hefir gegnt embætti háskólarektors.
Prófessor Alexander verður ávallt talinn einn helzti velgerðar-
maður Háskólans. Að öllum öðrum ólöstuðum hefir enginn
maður unnið Háskólanum jafnmikið í framkvæmda- og skipu-
lagningarmálum sem hann. Dugnaður hans, atorka og ósér-
hlífni í byggingar- og fjármálum Háskólans mun uppi, meðan
þessi stofnun stendur, og verður forysta hans, lagni og glögg-
skyggni á fær úrræði aldrei fullþökkuð. Var það verðskuldað
og vel til fallið, er lagadeild sæmdi hann doktorsnafnbót í lög-
fræði á hálfrar aldar afmæli Háskólans 1961 fyrir veigamikil
stjórnsýslustörf við uppbyggingu hans. Próf. Alexander var
mikill eljumaður um fræðistörf, og liggja eftir hann mörg og
mikil rit á sérsviði hans, sem lengi munu halda uppi nafni hans.
Hins er ekki síður að minnast í dag, hver einstakur drengskap-
ar- og þegnskaparmaður hann var, höfðingsmaður, er ekki
mátti vamm sitt vita. Um hann eiga við orð Gríms Thomsens
,,en á bjartan orðstír aldrei fellur“. Vér þökkum leiðsögn hins
mikilhæfa rektors vors og blessum minningu hans.