Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Síða 14
12
Þá hefir enn fremur verið gerð talsvert veigamikil breyting
á kennsluskipan í guðfræðideild með nýsamþykktri reglugerð-
arbreytingu. Hefir ýmsum nýjum greinum verið bætt við, og
vil ég sérstaklega nefna aukinn þátt sálgæzlu, svo og að stefnt
er að því, að félagsfræði verði kennd við deildina.
V.
Á háskólahátíð í fyrra var gerð grein fyrir byggingu húss
fyrir Raunvísindastofnun Háskólans. Byggingarframkvæmdum
hefir nú skilað svo vel, að talið er, að unnt verði að flytja í
bygginguna um mitt næsta ár. Stofnunin á við fjárhagserfið-
leika að etja, og verður af þeim ástæðum ekki unnt að taka
nema afmarkaðan hluta hennar í notkun þegar í stað. Allur
búnaður og tæki eru kostnaðarsöm, og vissulega þarf hér veru-
legan mannafla, ef starfsemin á að verða með þeim hætti, sem
forráðamenn stefna að. Skilur Háskólinn það mætavel, að ekki
er hægt að verða við öllum óskum í þessu efni í senn, en þess
væntum vér, að hér verði ekki mikil bið á. Ella verður brota-
löm á þessari markverðu tilraun Háskólans til eflingar raun-
vísindum á landi hér. Með tilkomu Raunvisindastofnunar Há-
skólans hefst um margt nýr kafli í sögu Háskólans, og er það
vissulega von forráðamanna hans, að raunvísindarannsóknir
við Háskólann megi eflast stórlega á næstu árum. Sú stefna
hefir verið mörkuð, að undirstöðurannsóknum í raunvísindum
verði skipað undir yfirstjórn Háskólans, og hlýtur Háskólinn
að vænta þess, að skipulagning rannsóknarstarfsemi verði með
þeim hætti í framtíðinni. I örlitlu þjóðfélagi, þar sem fémunir
eru takmarkaðir til rannsókna og þar sem vísindalegur mann-
afli er eðlilega lítill, verður að teljast mikilvægt að skipa rann-
sóknarstofnunum saman í nokkra skipulagslega heild. Hér
skortir mjög rannsóknarumhverfi, sem skapast ekki sízt af
samvistum rannsóknarmanna og því, að rannsóknir og kennsla
tengist með nokkrum hætti í hinum eina háskóla þjóðfélags
vors. Samfelld rannsóknahverfi skipta í þessu efni miklu máli.
Háskólaráð hefir skorinort lýst þeirri afstöðu sinni við ráðu-
neyti og Alþingi, að það telur, að stefna hefði átt að því að efla