Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Qupperneq 15
13
tengsl Atvinnudeildar Háskólans við Háskólann með nýjum lög-
um, en ekki hið gagnstæða, og háskólaráð hefir einnig lýst því,
að mikilvægt sé, að Náttúrufræðistofnunin nýja sé í tengslum
við Háskólann, enda er henni að lögum ætlað að vinna að und-
irstöðurannsóknum. Háskólinn óskar þessum stofnunum heils-
hugar alls hins bezta, og er ég sannfærður um, að samvinnan
við þær verði hin bezta.
Nú er lokið að mestu teikningum að hinu nýja húsi, sem
fyrirhugað er, að Háskólinn og Handritastofnun reisi í sam-
vinnu í grennd við Háskólann. Tæpur þriðjungur húsrýmis
kemur í hlut Handritastofnunar og um 70% verða eign Há-
skólans. 1 húsnæði Háskólans verða kennslustofur, semínarher-
bergi, lestrarsalir og kennaraherbergi. Auk þess verður þar hús-
næði fyrir orðabók Háskólans, sem verður betur við hæfi en
það húsnæði, sem hún hefir nú. Verður þetta nýja hús til mik-
illa nytja fyrir Háskólann og Handritastofnun. Er stefnt að
því, að byggingarframkvæmdir hefjist við húsið jafnfljótt á
næsta ári og frekast er kostur á.
Stúdentaheimilið fyrirhugaða hefir nú handbærar um 1,6
millj. kr. í byggingarsjóði, og er 800.000 kr. framlag tekið upp
í fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Frumteikningar hafa ver-
ið gerðar. I heimilinu á að vera vistlegt mötuneyti og setustofa
auk fundarherbergja fyrir stúdentaráð og ýmis félög Háskól-
ans, og ætlunin er að skapa þar nokkra aðstöðu til tómstunda-
iðkana. Leggur Háskólinn hina mestu áherzlu á, að þessari
byggingu verði komið upp hið fyrsta, þar sem fullkomin vand-
ræði eru um allan félagslegan aðbúnað að stúdentum. Er það
von Háskólans, að þegar á næsta ári verði af hálfu ríkisvalds-
ins tryggður byggingarsjóður, er geri kleift að hefja fram-
kvæmdir. Er mjög æskilegt, að eldri stúdentar liðsinni Háskól-
anum við að koma upp þessari byggingu. Þarf að mynda bygg-
ingarsjóð, er nemi a. m. k. 6 millj. kr., að tali nefndar þeirrar,
sem fæst við undirbúning málsins, svo að unnt sé að hefja
framkvæmdir.