Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 16
14
VI.
Ýmsar ágætar gjafir hafa Háskólanum borizt á þessu ári,
og er hér aðeins kostur að nefna nokkrar þeirra.
Vesturþýzki vísindasjóðurinn gaf Háskólanum hinn 1. des.
1965 mikla bókagjöf. Voru það nýútkomin eða nýleg rit á ýms-
um sviðum vísinda, og er hinn mesti fengur að þessari ágætu
gjöf. Jafnframt minni ég með þökk á fyrri bókagjafir frá Vestur-
Þýzkalandi, sem eru mikilvægar fyrir Háskólann.
Á árinu 1964 var stofnaður Háskólasjóður h/f Eimskipafélags
Islands með því, að margir Vestur-Islendingar, sem eru hlut-
hafar í Eimskipafélaginu, gáfu hlutabréf sín til þessarar sjóðs-
stofnunar. Er þetta mikill sjóður, og er tilgangur hans að hlynna
að Háskólanum og vísindastarfsemi á vegum hans. Hefir sjóðs-
stjórnin nú nýlega afhent Háskólanum 50.000 krónur til ráð-
stöfunar samkv. ákvörðun háskólaráðs. Metur Háskólinn mik-
ils þessa sjóðsstofnun og þann hlýhug landa vorra vestan hafs,
sem lýsir sér í þessu merka framtaki þeirra.
Við andlát próf. Alexanders Jóhannessonar beitti háskólaráð
sér fyrir stofnun minningarsjóðs um rektor. Hafa sjóðnum
borizt margar góðar gjafir. Metur Háskóliim mikils gjafir til
sjóðsins, og mun háskólaráð brátt setja sjóðnum skipulags-
skrá. Minningargjöfum til sjóðsins er veitt viðtaka á skrifstofu
Háskólans.
Ekkja Skúla Hansens tannlæknis, frú Kristín Snæhólm Han-
sen, og synir hans hafa gefið Háskólanum hið frábæra safn
hans af hljómplötum. Verður þetta safn og tónbókmenntir, er
því fylgdu, til mikilla nytja fyrir Háskólann, bæði fyrir tón-
fræðideild, þegar hún verður stofnuð, og svo fyrir stúdenta
og kennara, er njóta vilja góðrar tónlistar. Metur Háskólinn
mikils þessa ágætu gjöf og þann góða hug til Háskólans, er
henni fylgir.
Ýmsir eldri sjóðir hafa verið efldir með framlögum, þ. á m.
minningarsjóður frú Sigriðar Magnúsdóttur.