Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 18
16
stefnu rektora norrænu tækniháskólanna, sem haldinn var í
maí í Kaupmannahöfn.
1 maí 1965 var haldið hátiðlegt 600 ára afmæli Vínarháskóla
og í júní 300 ára afmæli Kílarháskóla. Sótti rektor báðar þess-
ar hátíðir vegna Háskólans. Flutti hann ávarp á hinni síðar-
nefndu hátíð, en báðum háskólunum var afhent af hálfu Há-
skóla íslands ávarp í skinnbandi.
1 apríl fór fram vígsluathöfn nýs háskóla í Skotlandi, Uni-
versity of Strathclyde. Fulltrúi Háskólans við þá athöfn var
dr. Páll Árdal háskólakennari í Edinborg.
Þá sendi Háskólinn hinum nýstofnaða háskóla í Umeá kveðj-
ur á vígsluhátíð 18. sept. 1965, og próf. Christian Matras voru
sendar kveðjur og árnaðaróskir í tilefni þess, að hann veitir
forstöðu fróðskaparsetri, sem stofnað hefir verið í Þórshöfn,
þar sem fjallað er um færeyskt mál, sögu og bókmenntir. Er
fróðskaparsetrið vonandi visir að háskóla, og er þetta framtak
Islendingum fagnaðarefni.
VIII.
Margir ágætir gestir hafa heimsótt Háskólann á umliðnu ári,
og hefir verið mikil ánægja og styrkur fyrir Háskólann að
þeim heimsóknum öllum. Meðal gesta eru tveir rektorar, rektor
Uppsalaháskóla, próf. Torgny Segerstedt og rektor tannlækna-
háskólans í Kaupmannahöfn, próf. P. O. Pedersen, sem hér er
nú, og ennfremur heimsótti Háskólann prórektor Háskólans í
Ábo, próf. Martti Kantola. Hinn síðastnefndi kom hingað m. a.
í þeim erindum að veita góð ráð um skipulagningu á lóðar-
svæðum Háskólans og ýmsa byggingarstarfsemi, sem hér er
í vændum. Alls hafa 15 gestir heimsótt Háskólann og haldið
hér samtals 30 fyrirlestra. Nokkrir fyrirlesaranna hafa haldið
hér flokk fyrirlestra, svo sem próf. Thomtson frá Cornell-há-
skóla, sem flutti fyrirlestra um félagsfræði með styrk frá Ful-
brightstofnuninni, og er hann þriðji prófessorinn í félagsfræði,
sem hingað kemur með styrk þaðan; próf. Bo Axelsson frá
Umeá, er hafði námskeið í tannlækningum, próf. Clavier frá
Strasbourg, er flutti fyrirlestraflokk í guðfræði, próf. Wyburn,