Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 19
17
er flutti nokkra fyrirlestra úr sérgrein sinni, liffærafræði, og
rektor P. O. Pedersen, sem flutt hefir fyrirlestra í tannlæknis-
fræðum undanfarna daga.
S.l. vormisseri dvaldist hér við Háskólann gistiprófessor með
tilstyrk Landsbankagjafarinnar frá 1961, fyrrv. rektor Verzl-
unarháskólans norska, prófessor Eiliv Poulson. Flutti hann hér
fyrirlestra fyrir viðskiptafræðinema og ýmsa aðra um rekstr-
arhagfræðileg efni, og var starf hans allt hér til mikils gagns.
Er Háskólinn þakklátur Landsbankanum fyrir að standa straum
af dvöl gistiprófessors í viðskiptafræðum og greiða laun hans,
og hefir þessi starfsemi þegar orðið mikill styrkur fyrir við-
skiptadeild.
IX.
Að venju skal gefið yfirlit yfir aðsókn að Háskólanum nú
í haust. Ails eru skráðir 324 nýstúdentar til náms, þar af 29
erlendir stúdentar. Skipast stúdentar svo á deildir:
Guðfræðideild ................................ 6
Læknadeild, læknisfræði ..................... 52
— lyfjafræði lyfsala ..................... 5
Lagadeild.................................... 38
Heimspekideild, nám til B.A.-prófa, þ. á m. í
íslenzkum fræðum ...................... 72
— heimspeki.............................. 62
— íslenzka f/erl. stúdenta............... 26
Verkfræðideild .............................. 34
Viðskiptafræði .............................. 29
Alls eru stúdentar Háskólans 1116, og hafa aldrei verið jafn-
margir. Mest hefir aukningin orðið í verkfræðideild, og eru
þar nú skráðir fleiri stúdentar en nokkru sinni fyrr.
Á s.l. háskólaári luku fullnaðarprófum við Háskólann 70
kandídatar, þar af 8 konur, en á næsta ári á undan 74 kandí-
datar, þar á meðal 12 konur.
3