Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 21
19
nú þegar við þessum aukna fjölda af fullkomnu raunsæi og
forsjálni. Við getum lært hér mikið af öðrum þjóðum, því að
þessi alda um stóraukinn fjölda nemenda reis fyrr þar, og er-
lendis hafa menn dýrmæta og dýrkeypta reynslu af því, hvern-
ig unnt er að grípa raunhæft á þessum málum. Það eitt er
sæmilegt að snúast við þessu vandamáli með því að láta skóla-
byggingar og aðra úrlausn í skólamálum hafa forgangsrétt um
nokkurt árabil. Það er átak, sem sambærilegt er við hinar stór-
felldu rafvirkjanir og dreifingu rafmagns um landið nú síðustu
áratugina. En einnig verður að veita stúdentum kost á fleiri
námsgreinum hér við Háskólann en nú er unnt að stunda, ekki
sízt þeim greinum, er koma athafnalífi þjóðarinnar að beinu
gagni, og hefi ég nýlega reifað það mál allrækilega.
XI.
Það háskólaár, sem nú er hafið, er um margt söguríkt ár
hér við Háskólann. Er raunverulega þríheilagt við upphaf þessa
háskólaárs. Hinn 1. okt. s.l. voru 25 ár liðin siðan háskólabygg-
ingin var tekin í notkun, og var hún vígð með virðulegri og
áhrifaríkri athöfn hinn 17. júní 1940, 25 ár eru liðin siðan
verkfræðikennsla hófst við Háskólann, og hinn 1. nóv. n. k.
eru liðin 25 ár, síðan háskólabókasafn tók til starfa.
Þess verður ávallt minnzt í sögu Háskólans, hversu gamall
sem hann verður, hve merkur áfangi það var í starfsemi hans,
er hann fékk sína eigin háskólabyggingu. Olli hún gersamlega
aldahvörfum í öllum aðbúnaði að skólanum. Sú bygging var í
smíðum tæp fjögur ár, og enn í dag þætti það góður gangur
á byggingu af þeirri stærð og gerð, sem hún er. Háskólabygg-
ingin kostaði um 2,3 millj. kr., og hún var reist algerlega fyrir
fé happdrættis Háskólans. Margir okkar munu hafa hugleitt,
hvílíkt lán það var, að byggingin var reist einmitt á þessum
árum. Ef nokkur frestun hefði orðið á framkvæmdum, hefði sú
bygging öll orðið næsta örðug og svo kostnaðarsöm, að mönn-
um hefði að líkindum alllengi hrosið hugur við að leggja í slíkt
stórvirki. Engum háskólamanni var það jafnmikið að þakka
sem próf. Alexander Jóhannessyni, að til framkvæmdanna var