Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 27
25
athygli á því, að happdrættisféð, jafnveigamikið sem það er
fyrir Háskólann, er engan veginn einhlítt til byggingafram-
kvæmda Háskólans, og verða þar að koma til mikil fjárfram-
lög frá ríkinu, svo sem er hvarvetna á Norðurlöndum.
Menn tala oft svo, að miklu fé sé eytt til mála Háskólans.
Slíkur hugsunarháttur er rangur. I fyrsta lagi eru fjárveiting-
ar hér alltof litlar, en í öðru lagi eru fjárveitingar til háskóla-
mála hin heppilegasta og hyggilegasta fjárfesting, sem unnt er
að benda á. Órækar rannsóknir leiða í ljós, að náin tengsl eru
milli þess, hversu vel er búið að háskólum og vísindastarfsemi
og framleiðslugetu þjóðfélags. Þvi fleiri háskólamenntaða menn
sem þjóðfélagið hefir innan vébanda sinna, því meira verður
afl og orka til framleiðslu. Á engu höfum vér jafnilla ráð sem
að vani’ækja framlög til vísinda og búa svo illa að háskóla-
mönnum, að þeir hrekist héðan og staðfestist erlendis. Fjárveit-
ingar til Háskólans samkv. 14. gr. fjárlaga eru sem næst þrisvar
sinnum hærri nú á fjárlagafrumvarpinu heldur en þær voru
fyrir 5 árum samkv. fjárlögum fyrir ár 1961. Til viðbótar kem-
ur svo hækkun á fjárveitingum til orðabókar, 3 millj. kr. fram-
lag til Raunvísindastofnunar Háskólans og fjárveitingar til
Handritastofnunar Islands, sem er nátengd Háskólanum, auk
fjárveitinga til stúdentagarða og nýs framlags til stúdenta-
mötuneytis og til stúdentaheimilisins nýja. Hafa verið teknar
upp margvíslegar fjárveitingar til nytsamlegrar háskólastarf-
semi á þessu tímabili, svo sem til frjálsrar rannsóknarstarfsemi,
til útgáfu kennslubóka, orlofs háskólakennara, til félagsstarf-
semi stúdenta og til sérlestrarherbergja stúdenta. Metur Há-
skólinn þessar fjárveitingar mikils. Rannsóknarstofnanirnar
nýju hafa beinlínis markað tímamót í sögu Háskólans, og
vissulega hefir margt náð festu á þessu tímabili, sem horfir til
heilla og nytsemdar fyrir Háskólann. Hitt er engu síður ljóst,
að Háskólinn þarfnast miklu meira fjár, ef saman á að fara
kennsla og rannsóknir, svo að viðunandi sé. Kjör starfsmanna
Háskólans verður að bæta til mikilla muna, ef Háskólanum
á að haldast á hæfu starfsliði, og rannsóknaraðstaða er í flest-
um greinum svo örðug, að hún verkar lamandi á rannsóknar-
4