Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 28
20
þrá manna. íslenzk þjóð verður að vera við því búin, að af
hálfu Háskólans verði óskað hið allra næsta eftir miklu meira
fé en verið hefir. Ég hefi oft hugsað til þess, hve Islendingar
lögðu mikið á sig fyrir Háskólann fyrstu árin. Árin 1912 og
1913 námu fjárveitingar til skólans 3,1—3,5% af heildarupp-
hæð fjárlaga. I fjárlagafrumvarpinu nýja er þetta hundraðs-
hlutfall 0,85, og skal þó viðurkennt, að fjárlög eru hvergi nærri
örugg viðmiðun í þessu efni, enda eru framlög til rannsóknar-
stofnana almennt ekki talin hér með. Ég er bjartsýnn á, að
þjóðin skilji það, að ógerningur er að reka Háskólann, nema
hann sé stórefldur til kennslu og rannsókna næstu árin. Vís-
indin eru máttugasta afl i nútímaþjóðfélagi. Ef vísindastofnanir
þjóðar fá ekki að vaxa og dafna með eðlilegum hætti, visnar
heilbrigt líf hennar.
Mér er ánægja að skýra frá því hér í dag, að stjórn sjóðsins
Norðmannsgjafar hefir ákveðið að úthluta styrk, að upphæð
80.000 krónur til Hins islenzka fornritafélags i því skyni að
gera dr. Jakob Benediktssyni orðabókarritstjóra kleift að vinna
óskipt nokkurn tíma að útgáfu Landnámabókar. Vona ég, að
styrkurinn komi að vei’ulegum notum við þetta mikilvæga
verkefni.
Ég lýk máli mínu á því að þakka hæstvirtri ríkisstjórn
ánægjulegt samstarf og þá sérstaklega hæstvirtum menntamála-
ráðherra og fyrrv. og núverandi fjármálaráðherra. Ég þakka
háttvirtu Alþingi skilning þess á þörfum Háskólans. Ég þakka
háskólaráðsmönnum og öðrum samkennurum mínum ánægju-
lega samvinnu, og ég þakka ágætt samstarf við Stúdentaráð Há-
skólans og stúdenta alla. Ég sendi foreldrum og öðrum vanda-
mönnum stúdenta hvarvetna á landi hér kveðjur Háskólans.
XIII.
I háskólabyggingu er lítið málverk eftir Jóhannes Kjarval.
Það er gjöf frá íslenzkum stúdentum í Kaupmannahöfn til
Háskólans við stofnun hans árið 1911. Það málverk er eitt af
dýrgripum Háskólans, sem yljar öllum þeim, er því kynnast.
Málverkið sýnir bók, sem geisiar stafa frá í allar áttir, og má