Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 29
27
eflaust túlka á ýmsa vegu. Mér virðist þetta ágæta hugverk
tákna afl andlegrar iðju, afl vísinda, kynngi orðsins, mátt hugs-
unarinnar. Megi háskóla vorum auðnast að vera andlegur
vermireitur ungu fólki, vaki nýrra hugmynda, fóstra frumlegra
hugsmíða, kjölfesta íslenzkrar mennigar. Vér verðum að treysta
orðum skáldsins:
Fornhelga spekin veit, að afl skal mót afli,
en andanum gefur hún seinasta leikinn í tafli.
Ég óska yður öllum árs og friðar.
Að lokinn ræðu rektors söng Stúdentakórinn undir stjórn
Jóns Þórarinssonar, tónskálds, fimm lög. Þá ávarpaði rektor
nýstúdenta með þessum orðum:
Kæru ungu stúdentar.
Ég býð yður velkomin í Háskóla fslands, hvert um sig
og öll í heild, og árna yður heilla í námi og starfi. Háskól-
inn fagnar yður í dag, og hann væntir mikils af yður um nám
yðar og félagslegt framtak. Með yður og Háskólanum eru i
dag knýtt tryggðabönd, sem aldrei skyldu bresta. Þér heitið
skóla yðar þegnskap. Háskólinn heitir yður þegnrétti, náms-
vist, yður til lærdóms, þroska og þjálfunar. Ég vona, að náms-
dvölin hér verði ánægjuleg og þroskasamleg og að yður auðn-
ist að neyta í fyllsta mæli þeirra kosta til menntunar og mann-
bóta, sem háskólavist býður yður. Þeim einum tekst það, sem
gengur heilshugar á hönd fræðigrein sinni og notfærir sér af
alúð tíma sinn til almennrar menntunar. Allt háskólanám er
andleg raun, og það er óvit að ætla, að menn geti stundað það
samfara annars konar verkefnum, svo að fullt gagn verði af.
Á oss öllum hvílir dómurinn, sem lýst er með orðunum ,,vita
brevis“ — lífið er skammvinnt — og þau miklu sannindi lífs
og dauða bjóða oss öllum varnað um að neyta í hvívetna þeirra
færa, sem lífið býður oss til menntunar og þroska.
Háskólaárin eru um margt mesta gróskuskeið í ævi hvers
háskólamanns. Þá eru kostir manna til að afla sér almennrar