Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Qupperneq 32
30
indi á norðurhvcli jarðar, þar varð saga af — þar sem frá-
sagna þeirra naut ekki við, varð eyða. Þetta er sannmæli, og
rannsóknir síðustu tíma staðfesta æ ofan í æ, hve traustar
þær heimildir eru. Þessi merki fræðiarfur og fræðihefð skyldu
vera oss öllum fyrirmynd um vinnubrögð og sífelld brýning
um, að íslenzk þjóð á hlutgengi sitt meðal þjóða heims þvi að
þakka, að hér hafa verið sköpuð andieg verðmæti, sem uppi
munu verða „meðan mold er og menn lifa“.
Lestur bóka hefir verið þjóð vorri langra kvelda jólaeldur —
þangað sem bækurnar eru, hefir hún sótt kraft og kynngi á
myrkum öldum áþjánar og hungurs. Bókaást Islendinga um
aldabil er vel lýst í þeim orðum, sem Sturlunga hefir um Ingi-
mund prest Þorgeirsson, er varð skipreika 1180 og glataði þá
bókum sínum: ,,Þá þótti honum hart urn höggva, því að þar
var yndi hans, sem bækurnar voru“. Vér erum arftakar þessa
bókelska og bókiðna fólks, og öll saga þjóðar vorrar skírskotar
til oss um að búa svo vel sem kostur er að æskulýð þessa lands,
sem vill mennta sig eftir getu til þess að takast á hendur verk-
efni í þágu fósturjarðarinnar. Og vissulega er vel menntað fólk
dýrasti fjársjóður þjóðar vorrar. Þér ungu stúdentar hafið
mest færin til menntunar af yðar jafnöldrum, — neytið þeirra
af alefli yðar. „Krafturinn er ágæti ungra manna“ segir í Orðs-
kviðunum, og ég er þess fullviss, að sá árgangur, sem nú hefir
numið land hér í Háskólanum, á eftir að sýna sannindi þeirra
fornu orða í atorku og afrekum. Minnist orða Klettafjalla-
skáldsins:
„Þitt er menntað afl og önd
eigirðu fram að bjóða,
hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.“
Ég býð yður hjartanlega velkomin og óska yður gæfu og
gengis í námi og starfi. Gjörið svo vel að ganga fyrir mig og
heita því með handtaki, að fornum háskólasið, að virða í hví-
vetna lög og reglur Háskólans.