Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Síða 33
31
Að svo mæltu afhenti rektor nýstúdentum borgarabréf, en
einn úr þeirra hópi, stud. oecon. Eiríkur Guðnason, ávarpaði
Háskólann af hálfu hinna nýju háskólaborgara. Nýstúdentar
sungu síðan Integer vitae. Rektor sleit athöfninni, og lauk henni
með því, að samkomugestir sungu þjóðsönginn.
III. ATHÖFN TIL AFHENDINGAR PRÓFSKÍRTEINA
fór fram hinn 14. júní 1966 i hátíðasal Háskólans, og er þetta
í fyrsta skipti, sem til slíkrar athafnar er stofnað. Viðstaddir
athöfnina voru menntamálaráðherra, borgarstjóri, kennarar og
prófdómendur auk kandídatanna. Rektor setti athöfnina og
flutti ræðu, þar sem veitt var nokkurt yfirlit yfir starfsemi
Háskólans á háskólaárinu. Á því ári lauk einn maður doktors-
prófi, séra Jakob Jónsson, fil. lic. í guðfræði, en kandídatsprófi
eða öðru prófi, er felur í sér fullnaðarpróf frá Háskólanum,
luku alls 91, þar af 20 í janúar. Skiptast þeir svo á greinir:
Guðfræði 1, læknisfræði 12, tannlækningar 8, lyfjafræði lyf-
sala (exam. pharm.) 5, lögfræði 17, viðskiptafræði 13, islenzk
fræði 2, B.A.-próf 17, íslenzkupróf fyrir erlenda stúdenta 2,
verkfræði 14. Munu þá alls 1960 kandídatar tafa lokið prófi
frá Háskóla íslands. Tveir kandidatar luku prófi með ágætis-
einkunn, Auðólfur Gunnarsson í læknisfræði og Heimir Steins-
son í guðfræði. Bent var á það í ræðu rektors, að vorið 1965
lauk fimmhundraðasti kandídatinn prófi í læknisfræði og vorið
1966 lauk fimmhundraðasti kandídatinn prófi í lögfræði. Að
öðru leyti fjallaði ræða rektors um þörfina á námskeiðum og
annarri skipulagðri kennslu fyrir kandídata og um framhalds-
nám þeirra yfirleitt og almennt um þá meginnauðsyn, sem til
þess ber að örva menn og styrkja til þjálfunar og sérnáms til
vísindastarfa.
Að lokinni ræðu rektors lék strengjasveit undir forystu Björns
Ólafssonar. Að svo búnu ávarpaði rektor kandídatana með þess-
um orðum: