Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Síða 35
33
legrar menntunar, sem felst í stuðningi við yður, og hann sam-
gleðst vandamönnum yðar af alhug með árangur yðar og
lærdómsframa.
* # #
Stundum er svo til orða tekið, að menn séu fuTlnuma í ein-
hverri grein. Ekkert er fjær lagi, að því er háskólanám varðar.
Háskólapróf er að vísu mikilvægur áfangi, er veitir ýmis rétt-
indi til starfa í þjóðfélagi. Prófið er lykill að þessum réttind-
um, og án þess ljúkast ekki upp dyr að ýmsum störfum. 1 námi
yðar hafið þér öðlazt trausta undirstöðumenntun í ýmsum
greinum — en heldur ekki meira. „Á rótum stofn stendur",
en leggja verður rækt við rætur hins fræðilega stofns, ef
varna á því, að hann verði feyskinn. Minnizt þess, að öll há-
skólamenntun krefst endurnýjunar — hún krefst þess, að menn
bæti stöðugt við sig í grein sinni, fylgist sífellt með nýjungum,
nýjum spurningum, er á leita, og ýmiskonar hugmyndum og
úrlausnum. Ég vona, að sú þekking, sem þér hafið háð yður,
örvi yður til nýrrar þekkingarleitar, — að þar kveikist funi
af funa. Ég vildi mega greypa þá hugsun i hugskot yðar, að
þér látið einskis ófi’eistað að bæta við þekkingu yðar, leitið
linnulaust svara við nýjum álitamálum, dýpkið þekkingu yðar
og skilning og fylgizt vel með nýjungum á þessari miklu öld
vísindalegra framfara. Háskólinn mun á næstu árum leggja á
það síaukna áherzlu að koma við námskeiðum fyrir kandídata,
þeim til upprifjunar, og svo til að kynna nýjungar. Slík starf-
semi fer nú mjög í vöxt við erlenda háskóla, og er það von
mín, að fé verði einnig veitt til hennar hér á landi, svo sem
Háskólinn hefir gert tillögur um. Sú starfsemi er mjög mikil-
væg, og ekkert er líklegra til að skapa varanleg tengsl milli
kandídata og Háskólans sem hún. Ég vil einnig mega benda
yður á þá mörgu fyrirlestra í ýmsum fræðilegum efnum, sem
haldnir eru hér við Háskólann fyrir almenning. Vænti ég þess,
að þér munið hagnýta yður þessa fræðslu og sækja vel fyrir-
lestrana. Þá vil ég einnig minna yður á hin akademísku félög,
sem mörg hver halda uppi merkilegu fræðistarfi með fyrir-
5