Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Síða 37

Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Síða 37
35 Það er fornt lögmál á landi hér, að dómendur skulu dóm hvarvetna til betra efnis færa, ef þeir vita jafnvíst hvort- tveggja. Þetta boðorð á erindi til allra akademískt menntaðra manna, þeir eiga öðrum mönnum fremur að hafa það, er sann- ara reynist í hverju máli. Sá einn getur fylgt eftir þessum fornu viðhorfum, sem hefir trausta skapgerð, sálarstyrk og siðferðisfestu. Það er von mín, að nám yðar hér hafi gert yður að víðsýnum mönnum og velviljuðum, sem hafi öðlazt innsýn í og skilning á ýmsum hinum miklu mennsku vandamálum, sem hver menntaður maður verður að glíma við og taka af- stöðu til. Þekking er lítils virði, ef hún eykur oss ekki skyggni á vandamál og skilning á þeim, og víst eru orð skáldsins rétt: „Það, sem við skiljum ekki, getum við aldrei eignazt." Æðsta takmark háskólakennslu er að kenna mönum rétt fræðileg vinnubrögð til þess að skapa undirstöðu að hlutlægu mati, er auðkennir öll sönn vísindi, og þroska og þjálfa hugarstarfið í þessu skyni — hugsunina. sem ein er þess umkomin að skapa mönnum virðingarsess í dýraheiminum að tali Pascals. Pascal bætir raunar við, að viðleitnin til að hugsa rétt sé æðsta sið- ferðismark mannkyns. Það er von mín, að þér, kandídatar, hafið átt ánægjulega námsvist hér í Háskólanum, er hafi orðið yður til sannrar menntunar og mannbóta. Ég vona, að þér eigið héðan bjartar og fagrar endurminningar, sem gott verði að orna sér við og aldrei fyrnist, þótt fenni í spor. Vinnum að því á báða vegu, að tengslin milli kandídata og Háskólans rofni ekki, heldur varðveitist. Ég vona, að þér munið ávallt reynast traustir mál- svarar háskóla yðar, ekki sizt í því stórfellda uppbyggingar- starfi, sem nú er framundan. I því starfi öllu — í þeirri vís- indasókn — þurfa kandídatar Háskólans og allir aðrir háskóla- menntaðir menn á landi hér að leggjast á eitt og stuðla að því að stórauka gengi Háskólans. Háskólinn er nú aðeins vísir að þvi, sem koma skal, og ég fulltreysti því, að þér, kandídatar vorsins 1966, munið leggja gilt lóð á vogarskálina, til þess að hinn mikli draumur um stóreflingu Háskólans rætist brátt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.