Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Síða 39
37
Kjör lieiðursdoktors.
Háskólaráð samþykkti einróma hinn 9. júní 1966 þá álykt-
un heimspekideildar að sœma prófessor Sigurð Nordal nafn-
bótinni doctor litterarum islandicarum (dr. litt. isl.) á áttræðis-
afmæli hans hinn 14. september 1966.
Emhætti og kennarar.
Hinn 7. september 1966 var dr. Gylfa Þ. Gíslasyni að eigin
ósk veitt lausn frá prófessorsembætti í viðskiptadeild frá 15.
sept. s. á.
Um prófessorsembættið í meina- og sýklafræði, er varð laust
við andlát prófessors Níelsar Dungals, sóttu þeir Bjarki Magn-
ússon, læknir og dr. Ólafur Bjarnason, settur prófessor. Dóm-
nefnd skipuðu prófessor Júlíus Sigurjónsson, formaður, skip-
aður af læknadeild, prófessor Snorri Hallgrímsson, tilnefndur
af háskólaráði, og prófessor Jón Steffensen, tilnefndur af
menntamálaráðherra. Dr. Ólafur Bjarnason var skipaður pró-
fessor hinn 29. apríl 1966 frá 1. maí þ. á. að telja.
1 sambandi við nýskipan kennslu til B.A.-prófa o. fl. í heim-
spekideild voru stofnuð tvö lektorsstörf í íslenzku og bókmennt-
um, og skyldu lektorar taka laun samkv. 22. launaflokki. Til
þessara starfa voru ráðnir til fimm ára frá 15. september 1965
að telja cand. mag. Andrés Björnsson og mag. art. Baldur Jóns-
son. Þá var einnig veitt heimild til að ráða kennara í almenn-
um málvísindum með dósentslaunum. Var prófessor Hreinn
Benediktsson ráðinn til þess starfs til þriggja ára frá 15. sept-
ember 1965 að telja.
Helgi Guðmundsson, cand. mag., var ráðinn til að annast
kennslu í íslenzku fyrir erlenda stúdenta.
Lektorarnir Arinbjörn Kolbeinsson og Snorri P. Snorrason
voru skipaðir dósentar í læknadeild, dr. Róbert A. Ottósson var
skipaður dósent í söngfræði í guðfræðideild og Guðmundur
Björnsson dósent í verkfræðideild, og gilda þær skipanir allar
frá 15. sept. 1966. Elín Ólafsdóttir, B.Sc., var ráðin aðstoðar-
kennari í lífeðlis- og lífefnafræði frá 1. maí 1966.