Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 40
38
Sendikennarar.
Ráðning norska sendikennarans cand. mag. Odds Didriksens
var framlengd til 1. júlí 1968.
Danski sendikennarinn Laurs Djörup hætti störfum við lok
fyrra háskólaárs. Haustmisserið 1965 kenndi í hans stað stud.
mag. Thorkil Damsgaard-Olsen, en 1. febrúar 1966 tók við
starfi sendikennara Preben Meulengracht-Sorensen.
Gislipróf essurar.
Háskólaárið 1965—1966 dvaldist hér á landi prófessor Ralph
L. Curry frá Georgetown College, Kentucky, og var hann Ful-
bright-prófessor í bandarískum bókmenntum.
Haustmisserið 1965 dvaldist hér á landi prófessor George D.
Brabson frá Ohio Northern University, og var hann gistipró-
fessor við lagadeild. Var dvöl hans hér kostuð af vísindadeild
Atlantshafsbandalagsins. Flutti hann fyrirlestra um bandarískt
stjórnkerfi og dómstólaskipan.
Prófdómendur.
Tómas Á. Jónasson, læknir, var skipaður prófdómandi í stað
Ólafs heitins Geirssonar, læknis, frá 1. jan. 1966 að telja.
Ennfremur voru þessir menn skipaðir prófdómendur í lækna-
deild til 3 ára frá 1. maí 1966 að telja:
Þórarinn Guðnason, læknir, í handlæknisfræði og fæðingar-
hjálp.
Bragi Árnason, efnafræðingur, í efnafræði og til vara Jó-
hann Jakobsson, efnaverkfræðingur, og Sigfús Thorarensen,
tannlæknir, í teknologi í tanniæknisfræði.
Jakob Björnsson, verkfræðingur, var skipaður prófdómari í
raftækni vorið 1966 í fjarveru Aðalsteins Guðjohnsens, verk-
fræðings.
Prófreglur.
Prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson samdi drög að próf-
reglum, en hann hefir gegnt starfi prófstjóra um langt árabil.
Háskólaráð gekk frá reglum þessum á fundi 14. apríl 1966.