Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 41
39
Doktorsjíróf.
Hinn 25. sept. 1966 varði séra Jakob Jónsson, teol. lic., ritgerð
sína: „Humor and Irony in the New Testament, Illuminated by
Parallels in Talmud and Midrash“ fyrir doktorsnafnbót í guð-
fræði. Dómnefnd um ritgerðina skipuðu prófessor Henri Cla-
vier frá Strasbourg, Rev. R. S. Barbour frá Edinborg og dr. R.
Edelmann háskólakennari í Kaupmanahöfn. Tveir hinna fyrr-
nefndu voru andmælendur við vörnina, en athöfn stýrði deild-
arforseti guðfræðideildar.
Norræn rektoraráðstefna
var haldin í Gautaborg 21.—23. apríl 1966. Sat rektor ráð-
stefnuna vegna Háskólans. Á ráðstefnunni voru að venju rædd
margvísleg málefni, er varða samvinnu norrænna háskóla og
þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.
Hcimsókn rektors til júgóslavneskra háskóla.
Rektor þá boð um að heimsækja háskólana í Belgrad, Zagreb
og Ljubljana. Ræddi hann við forráðamenn háskólanna og ýmsa
kennara og stúdenta. Heimsókn þessi var hin ánægjulegasta.
Erlendir fyrirlesarar.
Rektor Uppsalaháskóla, prófessor Torgny Segerstedt og kona
hans dvöldu hér á landi í boði Háskólans 20.—25. september
1965. Hinn 21. september flutti rektorinn fyrirlestur í Háskól-
anum um „Utbildningssamhállet, dess framváxt och problem".
Prófessor Henri Clavier frá Strasbourg flutti 3 fyrirlestra
á vegum guðfræðideildar 28., 29. og 30. september. Nefndust
þeir: 1. „The Kingdom of God, it’s coming and man’s entry
into it“, 2. „Pouline thought on the Old Testament" og 3.
„Faith and Works, an essay of comparative and biblical Theo-
logy“.
Prófessor Karl Gustav Ljunggren frá Lundi hélt fyrirlestra