Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 42
40
í boði heimspekideildar 11. og 12. okt. 1965. Fyrri fyrirlestur-
inn nefndist: ,,Eder och kraftuttryck — et förbisett forsknings-
felt“. Hinn síðari hét: „Om ándringar i texten“.
Prófessor G. M. Wyburn frá Glasgowháskóla flutti 13. og 14.
október 1965 fyrirlestra fyrir læknanema úr fræðigrein sinni,
líffærafræði. Enn fremur flutti hann fyrirlestur 15. október
1965 fyrir lækna, og nefndist hann: „The Contribution of Elec-
tron Microscope to Clinical Medicine“. Prófessorinn dvaldist
hér í boði Háskólans.
Prófessor Marco Scovazzi frá Milanó-háskóla flutti fyrir-
lestur í boði Háskólans hinn 15. október 1965. Nefndist fyrir-
lesturinn: „Dante den fredlöse".
Rektor P. O. Pedersen frá Tannlæknaháskólanum í Kaup-
mannahöfn flutti í boði Háskólans 3 fyrirlestra fyrir tannlækna-
stúdenta 20., 21. og 22. október 1965.
Sovézkur fræðimaður, G. M. Sverdlof, flutti fyrirlestur í boði
Háskólans 3. nóvember 1965 um alþjóðamál.
Prófessor Sven Moller Kristensen frá Kaupmannahöfn flutti
fyrirlestur í boði heimspekideildar 13. janúar 1966. Nefndist
hann: „Det nyere danske drama“.
Prófessor Robert Ozanne frá Wisconsin-háskóla flutti fyrir-
lestur á vegum viðskiptadeildar 3. febrúar 1966. Nefndist hann
„Economic analysis of the impact of American trade unions
on wage movements".
Prófessor, dr. Hákon Stangerup flutti tvo fyrirlestra í boði
heimspekideildar hinn 26. og 27. apríl 1966. Hinn fyrri nefndist
„Det moderne gennembrud i dansk ándsliv — og dansk er-
hvervsliv", en hinn siðari: „Dansk litteraturhistorie fra Georg
Brandes indtil i dag“.
Rektor háskólans í Leiden í Hollandi, prófessor D. J. Kuenen,
dvaldist hér á landi í boði Háskóla Islands frá 30. maí til 5. júní
1966. Flutti hann tvo fyrirlestra 1. og 3. júní. Nefndist sá fyrri
„Hollenzkir háskólar eftir heimsstyrjöldina síðari“ og hinn
síðari „Maðurinn og umhverfi hans frá líffræðilegu sjónar-
miði“.
Harald L. Tveterás, yfirbókavörður í háskólabókasafni í