Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 43
41
Ósló, flutti fyrirlestur í boði Háskólans 8. júní 1966. Nefndist
hann „Björnstjerne Björnson og Norðurlönd11.
Dr. Ladislaw Heger frá Prag flutti fyrirlestur í Háskólanum
24. ágúst 1966 um þýðingar íslenzkra bókmennta, einkum forn-
bókmennta, á tékknesku.
Námskcið í íslenzku máli og bókmcnntum
fyrir norræna stúdenta
var haldið sumarið 1966. Námskeiðsstjóri var Baldur Jóns-
son, lektor. Þátttakendur á námskeiðinu voru alls 28, 9 Norð-
menn, 9 Svíar, 6 Danir og 4 Finnar. Stóð það frá 21. júlí til
7. september. Auk forstöðumanns kenndu þar ýmsir háskóla-
kennarar eða fluttu þar erindi. Námskeiðinu lauk með prófi,
eins og títt hefir verið að undanförnu.
Námskeið í stærðfræði.
1 marz 1966 gekkst verkfræðideild fyrir námskeiði um tópó-
lógíu, og flutti brezkur stærðfræðingur, dr. Michael Mather,
frá Manchester-háskóla fyrirlestra á námskeiöinu.
Tilllögur forspjallsvísindancfndar.
I Árbók Háskólans 1964—65, bls. 30—31, er skýrt frá skipun
ofangreindrar nefndar. Hún skilaði rækilegu áliti í febrúar 1966.
Var það tillaga nefndarinnar, að fyrst um sinn verði kenndar
við Háskólann þrjár greinir forspjallsvísinda: heimspekisaga,
sálarfræði og rökfræði. Enn fremur taldi nefndin félagsfræði
mjög koma til greina síðar meir, en auk þess var bent á eftir-
farandi greinir, sem til álita komi í þessu sambandi: siðfræði,
fagurfræði, vísindaheimspeki, réttarheimspeki og menningar-
sögu. Um kennaralið var það tiilaga nefndarinnar, að stofnað
yrði hið fyrsta prófessorsembætti í heimspeki, en varatillaga,
að ráðinn yi’ði aðstoðai’kennari til að kenna heimspeki til
forspjallsvísindapi’ófs um ákveðið ái’abil. Bráðlega myndi og
að því reka, að ráðnir yrðu fleiri kennai’ar í heimspeki og
sálarfræði. Þá voru gerðar tiliögur um skiptingu á kennslu-
störfum milli kennai’a svo og um valfrelsi stúdenta um, hvort
6