Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 45
43
Háskólanum, svo og fyrirhugaða kennslu í náttúrufræði, í
þágu kennslu i landbúnaðarvísindum. Setti nefndin fram at-
huganir sínar 1965.
I nefndinni áttu sæti Ólafur E. Stefánsson, ráðunautur, Pétur
Gunnarsson, tilraunastjóri, dr. Sturla Friðriksson og prófess-
orarnir Magnús Magnússon og Steingrímur Baldursson.
Prófessor Magnús Magnússon sat af hálfu Háskólans fund í
París 18.—22. október 1965, þar sem rætt var um skipan æðri
menntunar í landbúnaðarvisindum.
Um skipan þessara mála til frambúðar, sjá þátt um Raun-
vísindadeild.
Nefnd til að semja áætlun
um þróun Háskóla íslands næstu 20 ár.
1 ræðu rektors á háskólahátíð, sem prentuð er hér að fram-
an, er gerð grein fyrir starfssviði nefndarinnar og hversu hún
er skipuð. Háskólaráð tilnefndi fulltrúa sína hinn 30. júní 1966,
en nefndin var skipuð með bréfi menntamálaráðherra 24. sept.
s. á.
Gjafir.
Háskóla Islands barst bókagjöf frá Canadastjórn fyrir milli-
göngu Johns P. Sigvaldasonar, ambassadors. Varða ritin landa-
fræði Canada, sögu þess og bókmenntir.
Prófessor, dr. Richard Beck og frú Margrét Beck afhentu
Háskóla Islands ágæta bókagjöf, nær 300 bindi.
Prófessor, dr. Stefán Einai’sson hefir ákveðið að gefa Há-
skólanum hið mikla bókasafn sitt, og er nánari grein gerð
fyrir því í ræðu rektors hér að framan. Háskólinn hefir þegar
veitt viðtöku nokkrum hluta safnsins.
Styrkir.
1. Styrktarsjóður Hannesar Árnasonar til eflingar heimspeki-
legum vísindum á Islandi. Mælt var með því, að Þorsteini Gylfa-
syni, B.A., yrði veittur styrkur úr sjóðnum til fjögurra ára.
2. Verðlaunasjóður dr. jur. Einars Arnórssonar. Cand. theol.