Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 46
44
Heimi Steinssyni voru veitt verðlaun úr sjóðnum fyrir afbragðs
góða sérefnisritgerð í kirkjusögu við kandidatspróf í guðfræði
vorið 1966.
3. Minningarsjóður dr. Rögnvalds Péturssonar. Nirði P.
Njarðvík cand. mag. var veittur styrkur úr ofangreindum sjóði
að upphæð kr. 35.000,00. Mun Njörður vinna að útgáfu á Sólar-
ljóðum með rækilegum skýringum og semja fræðilega ritgerð
um verkið.
4. Styrkur Egiis Vilhjálmssonar, forstjóra, til framhaldsnáms
læknis í hjarta- eða æðasjúkdómum, að fjárhæð 50.000 krón-
um, var veittur Árna lækni Kristinssyni til sérfræðináms í Bret-
landi.
Norðmannsgjöf.
Úthlutað var í október 1965 80.000 krónum til Hins íslenzka
fornritafélags til að gera dr. Jakob Benediktssyni kleift að vinna
óskipt nokkurn tíma að útgáfu Landnámabókar.
Minningarsjóður Olavs Brnnborgs.
Háskólaráð samþykkti að mæla með umsókn Ái’na Kárason-
ar til náms í dýralækningum. Umsækjendur voru fimm.
Hóskólalög og háskólareglugerð o. fl.
Hinn 19. janúar 1966 voru staðfestar tillögur Háskólans um
breytingu á háskólareglugerð, að því er varðar guðfræðinám
og tannlæknanám, sbr. rgj. nr. 2, 19. janúar 1966. Er þessi
reglugerð prentuð bls. 130 hér á eftir.
Hinn 22. marz staðfesti forseti íslands breytingu á 32. gr. há-
skólareglugerðar varðandi skráningu stúdenta, einkum að því
er lýtur að skráningartímabilum, sbr. rgj. nr. 7, 22. marz 1966,
og er hún prentuð bls. 130.
Hinn 7. júní 1966 staðfesti forseti Islands breytingu á 52. gr.
II 2. málsgr. háskólareglugerðar varðandi próf í málvísindum.
Rgj. er nr. 82, 7. júní 1966, og er prentuð á bls. 131.
Með lögum nr. 41, 13. maí 1966, voru stofnuð prófessorsemb-
ætti í sagnfræði, Norðui’landamálum, ensku og nútímasagnfræði