Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 49
47
Að tillögu verkfræðideildar, svo og læknadeildar, að þvi er
varðar forstöðumann rannsóknarstofu í efnafræði, voru eftir-
farandi menn ráðnir forstöðumenn rannsóknarstofa stofnunar-
innar: Prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson í eðlisfræði, prófessor
Steingrimur Baldursson í efnafræði, prófessor Leifur Ásgeirs-
son í stærðfræði, og til bráðabirgða dr. Þorsteinn Sæmundsson
í jarðeðlisfræði. Forstöðumaður var kosinn prófessor Magnús
Magnússon til fimm ára.
IIús Atvinnudeildar Háskólans.
Háskólaráð ræddi þetta mál rækilega á grundvelli greinar-
gerðar, er rektor samdi. Var menntamálaráðherra send grein-
argerðin ásamt tilmælum Háskólans um, að Háskólinn fengi
þetta hús til afnota jafnskjótt og það losnaði.
Orðabók Iláskólans.
Háskólaráð staðfesti frumvarp til reglugerðar um skipun og
starfssvið stjórnar Orðabókar Háskólans og afgreiddi til ráð-
herra. Reglurnar eru prentaðar bls. 132.
1 stjórn Orðabókar Háskólans samkv. 3. gr. nýstaðfestrar
reglugerðar voru kosnir prófessorarnir Einar Ólafur Sveinsson,
Halldór Halldórsson og Hreinn Benediktsson. Rektor skipaði
prófessor Halldór Halldórsson formann stjórnarinnar.
Dr. Jakob Benediktsson, orðabókarritstjóri, fékk orlof um
eins misseris skeið til að vinna að útgáfu Landnámabókar, og
var Ásgeiri Bl. Magnússyni falið starf dr. Jakobs það tímabil.
Erfðafræðinefnd Háskóla Islands.
Rektor samdi frumvarp til starfsreglna fyrir nefndina, og
samþykkti háskólaráð það hinn 9. júní 1966. Reglurnar eru
prentaðar bls. 137. I nefndina voru kosnir: Prófessor Magnús
Magnússon, prófessor Ólafur Bjarnason, prófessor Tómas Helga-
son og dr. Sturla Friðriksson. Enn fremur eiga sæti í nefnd-
inni dr. Sigurður Sigurðsson, landlæknir, og Áki Pétursson,
deildarstjóri. Nefndin kaus prófessor Ólaf Bjarnason formann.