Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 112
110
þess 1954—64. Átti sæti í nefnd til endurskoðunar sálmabókar
1939—49, og aftur frá 1962. 1 stjórn Samtaka presta og lækna
1953. Fulltrúi íslenzku kirkjunnar á viðtalsfundum við aðrar
kirkjudeildir, einkum Norðurlandakirkjurnar og ensku kirkj-
una, og sat stofnfund Alkirkjuráðsins í Amsterdam 1948. 1
Skálholtshátíðarnefnd 1956 og forseti norræns prestafundar i
Reykjavík sama ár. Átti lengi sæti í barnaverndarráði Islands.
Hefur skrifað um ýmisleg efni í blöð og tímarit vestan og
austan hafs. Meðal annars leikrit bæði fyrir svið og útvarp. Með-
al þeirra rita, sem fjalla um guðfræðileg eða trúræn efni, má
nefna þessi: Framhaldslíf og nútímaþekking, 1934; Vegurinn,
námskver í kristnum fræðum, fyrst útgefið 1944; 1 kirkju og
utan (ræður og ritgerðir), 1949; Tyrkja-Gudda (leikrit), Mað-
urinn, sem sveik Barrabas (leikrit), Bartímeus blindi (helgi-
leikur). Meðútgefandi tímaritsins ,,Strauma“ 1927—30. Hefur
flutt fyrirlestra við guðfræðideild Iláskólans og í ríkisútvarpið
um túlkun Nýja testamentisins, ýmis atriði í túlkun Passíu-
sálmanna o. fl. Hefir einnig kennt við guðfræðileg námskeið
um kennimannlega sálgæzlu, og Nýjatestamentisfræði.
Kvæntist 17. júlí 1928 Þóru Einarsdóttur múrara í Reykja-
vík Ólafssonar. Eiga þau fimm börn.
IX. LÁTINN HÁSKÓLAKENNARI
Prófessor Níels Dungal lézt 29. október 1965. Banamein
hans var kransæðastífla. Með honum er fallinn í valinn frum-
herji í íslenzkri iæknastétt, fjölhæfur gáfumaður og einn sér-
stæðasti persónuleiki sinnar samtíðar.
Níels Dungal var fæddur á ísafirði 15. júní 1897, sonur hjón-
anna Páls Halldórssonar skólastjóra og konu hans, Þuríðar
Níelsdóttur, bónda að Grímsstöðum á Mýrum, Eyjólfssonar.
Að honum stóðu því traustir stofnar þekktra gáfu- og athafna-
manna.