Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 114
112
við prófessor Dungal vegna þessarar uppgötvunar hans, sem
ekki verður auðvelt að meta til fjár. Hin margþætta og heilla-
drjúga barátta prófessors Dungals við íslenzka búfjársjúkdóma
verður nánar rakin á öðrum vettvangi og skal því ekki lýst
frekar hér. En bóluefnisframleiðslan ásamt vaxandi starfsemi
í greiningu mannasjúkdóma varð fljótlega svo umfangsmikil,
að húsnæðið og aðstaðan í Kirkjustræti varð allsendis ófull-
nægjandi. Það var því aðkallandi nauðsyn, að úr þessu fengist
bætt. En þar var við ramman reip að draga. Á kreppuárunum
eftir 1930 var allt athafnalíf hér á landi lamað, sem kunnugt
er, og verklegar framkvæmdir á vegum ríkisins mjög takmark-
aðar. En prófessor Dungal lét ekki erfiðar aðstæður hér heima
aftra sér, heldur aflaði iánsfjár erlendis og hóf byggingu nýrr-
ar og glæsilegrar rannsóknastofu á Landsspítalalóðinni, en
undir byggingarkostnaðinum stóðu að verulegu leyti tekjur af
bóluefnisframleiðslu hans. Byggingin reis af grunni á rösku
ári, og var starfsemin flutt þangað síðla árs 1934. Hér hafði
verið lyft ótrúlegu grettistaki, og var nýja byggingin öll hin
ákjósanlegasta og aðstaða óaðfinnanleg á mælikvarða þess tíma.
Með tilkomu liinnar nýju stofnunar voru sköpuð enn betri
skilyrði til úrlausnar þeirra verkefna, sem aðkallandi voru
hverju sinni, og til víðtækari grundvallarrannsókna. Athuganir
á útbreiðslu barnaveikimótefnis ýttu undir víðtækari bólusetn-
ingar gegn þeim sjúkdómi og útrýmingu hans. Hin árangurs-
ríka starfsemi berklavarnastöðvanna og leitin að smitandi
berklasjúklingum hefði verið óhugsandi án framlags Dungals.
Þegar Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum tók
til starfa, fluttist þangað meginframleiðsla bóluefna gegn ýms-
um dýrasjúkdómum, svo sem lungnapest og lambablóðsótt, og
rannsóknir búfjársjúkdóma, enda hafði nokkur hluti starfs-
fólks hinnar nýju Tilraunastöðvar að Keldum unnið um árabil
í Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg og þar á meðal for-
stöðumaður Tilraunastöðvarinnar. Framleiðsla bráðapestar-
bóluefnisins er hins vegar enn til húsa við Barónsstíginn.
Hér að framan hefur verið drepið á örfá af hinum hagnýtu
verkefnum, sem leyst hafa verið innan veggja Rannsóknastofu