Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 117
115
Mun rekstur þess á þeim tíma hafa skilað drjúgum arði í sjóði
Háskólans.
Frumkvæði að byggingu Blóðbankans átti prófessor Dungal,
og er það enn eitt dæmi um dugnað hans og framsýni. Fram
að þeim tíma, er Blóðbankinn tók til starfa, hafði hann haft
á hendi allar blóðflokkarannsóknir hérlendis og skrifað um þau
mál merkar ritgerðir í innlend og erlend tímarit. Varpa þær
rannsóknir nokkru ljósi á uppruna Islendinga, svo sem kunn-
ugt er. Áhugi prófessors Dungals á almennri náttúrufræði er
alkunnur, og þekktur er hann víða um lönd fyrir orkideuræktun
sína hér norður undir heimsskautsbaug.
Prófessor Níels Dungal bar mikla persónu og var eftir hon-
um tekið, hvar sem hann fór. Hann var fjölmenntaður og mik-
ill tungumálamaður, og var til þess tekið á erlendum lækna-
þingum, hversu auðveldlega hann gat skipt úr einu tungumáli
í annað. Hann var hrókur alls fagnaðar í samkvæmum og kunni
frá mörgu að segja, enda víðlesinn og víðförull, minni með af-
brigðum, en frásagnarhæfileiki sérstæður. Hann var ómyrkur
í máli, ef því var að skipta, og fór aldrei leynt með skoðanir
sínar, hvort heldur var á bókmenntum, listum, stjórnmálum
eða trúmálum. Um slíka menn sem hann stendur ávallt nokkur
styrr og oftlega á þá deilt.
Prófessor Dungal hefur lokið miklu dagsverki og stendur
þjóðin í mikilli þakkarskuld við hann.
Starfi minn sem læknis í Rannsóknastofu Háskólans um ára-
bil, oft í náinni samvinnu við prófessor Dungal, hefur verið
mér dýrmætur skóli og endurminningar eru margar og ánægju-
legar. Persónulega á ég Níels Dungal mikið að þakka.
Hjá fámennri þjóð er skarð fyrir skildi við fráfall manns á
borð við Níels Dungal. Er þá gott að minnast þess, að sá einn
missir mikið, sem mikið hefur átt.
Ólafur Bjamason.