Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Síða 118
116
X. HÁSKÓLABÓKASAFN
1966
Umsetning safnsins óx að mun í flestu, nema vart í sals-
lánum enn, meðan prófbókalestur var aðalstarf stúdenta í
gamla lestrarsalnum. Safnsrit töldust í árslok 130.583 bd., og
vakti vaxtarhraði í hlutfalli við of fátt starfslið og trega notkun
ugg um skriðnun safnsins til samskonar geymsluhlutverks og
Landsbókasafn hafði um áratugi haft fyrir háskólann. Les-
stofum á vegum deilda var allvíða komið fyrir, svo sem í stofu
guðfræðideildar og í líffærafræðistofu á miðhæð háskólans.
Siðla vetrar var tilraun gerð til þess, að stúdentar fengju not-
ið lestrarleyfis og næðis í hátíðasal háskólans, og á komandi
vetri varð úr því reglubundin notkun hans sem lestrarsals
auk notkunar til strjálli þarfa háskólans. Þetta var merkur
áfangi.
Einar Sigurðsson bókavörður dvaldist um mánaða skeið á
vorinu í Bretlandi að kynna sér safnrekstur og var lengst í
háskólabókasafninu í Reading. Þaðan hélt hann í júlí til Finn-
lands og tók af Islendinga hálfu þátt í ársmóti í Nordisk viden-
skabeligt bibliotekarforbund, sem deild bókavarða við íslenzk
rannsóknarbókasöfn gerðist þar með hluthafi í, en hafði eigi
tilheyrt því fyrr.
Björn Sigfússon.
XI. STYRKVEITINGAR. ÚTHLUTUN
ÚR SÁTTMÁLASJÓÐI
Ríkisstjórn Islands veitti eftirtöldum erlendum stúdentum
styrk til náms í íslenzkri tungu, sögu Islands og bókmenntum:
Anthony T. R. Neal frá Ástralíu, Richard Perkins frá Bret-
landi, Margit Lave frá Danmörku, Liisa Salmi frá Finnlandi,
Michei Sallé frá Frakklandi, Padraig McMaghnuis frá írlandi,
Janez Oresnik frá Júgóslavíu, Trygve Skomedal frá Noregi,
Ingrid Westin frá Svíþjóð, Hartmut Krúger frá Sambandslýð-