Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 133
131
1. gr.
32. gr. 1. málgr. orðist svo:
Skráning nýrra stúdenta til náms fer fram ár hvert á tímabilinu
15. júlí til 1. ágúst og frá 1. desember til 15. desember. Háskólaráð
getur þó ákveðið, að skráning fari fram 1. júlí til 15. júlí í stað 15.
júlí til 1. ágúst. Háskólaráði er enn fremur heimilt að ákveða, að
frestir séu skemmri um skráningu í þær deildir, þar sem aðgangur
er takmarkaður, svo og að leyfa einstökum stúdentum skrásetningu
á öðrum tímum en greinir hér að framan, ef sérstaklega stendur á.
Beiðni um skrásetningu skal fylgja ljósrit eða staðfest endurrit af
stúdentsprófsskírteini og önnur þau skilríki, sem nánar kann að
verða kveðið á um af hálfu háskólaráðs. Mæla má svo fyrir, að stú-
dentar fylli út umsóknareyðublöð og láti þar í té ýmsar almennar
upplýsingar, sem þörf þykir að fá. Þá skal skrásetningargjald og
fylgja umsókn.
2. gr.
Reglugerðarbreyting þessi tekur þegar gildi.
AUGLÝSING iir. 82, 7. júní 1966
um staðfesting forseta fslands á breytingu á reglugerð
nr. 76/1958 fyrir Háskóla íslands með áorðinni
breytingu samkv. reglugerð nr. 81/1965.
Forseti íslands féllst hinn 7. júní 1966 á tillögu menntamálaráð-
herra um eftirfarandi breytingu á reglugerð fyrir Háskóla íslands
nr. 76 frá 17. júní 1958 með áorðinni breytingu samkvæmt reglu-
gerð nr. 81 frá 2. september 1965:
1. gr.
52. gr. II. málsgr. orðist svo:
Prófið, sem er aðeins skriflegt, fer fram í lok marzmánaðar ár
hvert. Nú hefur stúdent sagt sig til prófs, en stenzt ekki prófið eða
kemur ekki til prófs og hefur lögmæt forföll, og er þá skylt að halda
endurpróf í lok aprílmánaðar.
2. gr.
Reglugerðarbreyting þessi tekur þegar gildi.