Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 136
134
IV. Rannsóknarstofa í jaröeðlisfrceði.
Starfssvið: Jarðeðlisfræði, þ. á m. rekstur jarðeðlisfræðilegra
athugunarstöðva, mælingar, sem framkvæmdar eru utan stofn-
unarinnar og úrvinnsla jarðeðlisfræðilegra gagna.
Stjórn sker úr vafaatriðum í sambandi við skiptingu verkefna milli
rannsóknarstofa.
4. gr.
Forstuða fyrir rannsóknurstofum.
Fyrir hverri rannsóknarstofu er forstöðumaður, sem hefur á hendi
stjórn vísindalegra rannsókna og stendur fyrir daglegum rekstri
rannsóknarstofu undir yfirstjórn stjórnarnefndar. Menntamálaráð-
herra skipar forstöðumenn til allt að fimm ára í senn, að fengnum
tillögum háskólaráðs, er leitar álits verkfræðideildar svo og lækna-
deildar að því er varðar rannsóknarstofu í efnafræði. Forstöðumenn
skulu fá sérstaka þóknun fyrir forstöðustarfið samkvæmt ákvörðun
ráðherra, að fengnum tillögum háskólaráðs.
5. gr.
Stjórn.
Stjórn stofnunarinnar er skipuð fimm mönnum, forstöðumönnun-
um fjórum og forstjóra, sem er formaður stjórnarinnar, kosinn til
allt að fimm ára í senn af háskólaráði úr hópi prófessora Háskólans
í þeim greinum, sem undir stofnunina falla. Forstjórinn skal hafa
umsjón með framkvæmd á ákvörðunum stjórnarinnar og hafa eftir-
lit með allri starfsemi, sem heyrir ekki undir ákveðna rannsóknar-
stofu. Hann kemur og fram fyrir stofnunina í heild.
Stjórnin fjallar um öll sameiginleg málefni stofnunarinnar, fer með
fjármál hennar, gengur frá rekstraráætlun og tillögum til mennta-
málaráðuneytisins um fjárveitingu til stofnunarinnar og skiptingu
f járveitingar milli rannsóknarstofa. Stjórnin tekur ákvörðun um rann-
sóknarverkefni og önnur verkefni, sem taka skal upp eða fella niður
innan stofnunarinnar. Sjórnin fjallar um ráðningar vísindamenntaðs
starfsfólks svo og annars starfsfólks, sbr. 7. gr.
Nú verða atkvæði jöfn á stjórnarfundi, og ræður þá atkvæði for-
manns. Stjórnin getur skotið málum til háskólaráðs til úrskurðar eða
samráðs. Ráðherra ákveður þóknun forstjóra, að fengnum tillögum
háskólaráðs.
6. gr.
Fjármál.
Stofnunin hefur sjálfstætt fjárhald og ber sjálfstæða fjárábyrgð.
Rekstur stofnunarinnar er kostaður af ríkisfé samkvæmt því sem
veitt er í fjárlögum hverju sinni.