Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 137
135
Aðrar tekjur eru þessar:
a) Styrkir til einstakra rannsókna samkvæmt umsókn.
b) Styrkir eða greiðsla fyrir umbeðin verkefni.
c) Gjafir.
Öflun tekna á þennan hátt og ráðstöfun þeirra er háð samþykki
stjórnarinnar.
Árlegur stofnkostnaðar- og rekstrarreikningur stofnunarinnar skal
sendur ríkisendurskoðuninni til endurskoðunar ásamt fylgiskjölum.
Samrit reikningsins sendist menntamálaráðuneytinu.
í ársreikningi skal einnig gera grein fyrir tekjum samkvæmt a—c
lið.
7. gr.
Starfslið.
I.
Starfsmenn stofnunarinnar eru:
1. Forstjóri og forstöðumenn rannsóknarstofa, sbr. 5. og 4. gr.
2. Prófessorar eða gistiprófessorar við Háskólann í þeim greinum,
er undir stofnunina falla, eiga kost á vinnuaðstöðu við stofnun-
ina, þ. á m. nauðsynlegri rannsóknaraðstoð, eftir því sem að-
stæður leyfa að dómi stjórnarinnar. Skulu þeir þá vera forstöðu-
manni viðkomandi rannsóknarstofu til ráðuneytis um vísinda-
leg málefni hennar, svo sem um verkefnaval o. fl. Heimilt er að
greiða þeim sérstaka þóknun fyrir starf sitt við stofnunina
samkv. ákvörðun ráðherra, að fengnum tillögum háskólaráðs, er
leitar álits stjórnarinnar.
3. Dósentar og lektorar við Háskólann, sem starfa að rannsóknum
á sviðum, sem undir stofnunina falla, og stjórnin veitir vinnu-
aðstöðu við stofnunina.
4. Aðrir starfsmenn við rannsóknarstörf.
A. Vísindalega menntaðir starfsmenn.
a) Fastráðnir starfsmenn.
b) Starfsmenn ráðnir til takmarkaðs tíma, 1—3 ára.
c) Lausráðnir starfsmenn, ráðnir til skemmri tíma en 1 árs.
d) Starfsmenn ráðnir til hluta af starfi við stofnunina, t. d.
að öðrum hluta ráðnir til kennslustarfa við menntaskóla
eða kennaraskóla eða Háskólann sjálfan, svo sem dósent-
ar og lektor, sjá 3.
e) Styrkþegar, sem njóta styrks, t. d. frá Vísindasjóði og fá
vinnuaðstöðu við stofnunina um takmarkaðan tíma.
Starfsmenn A., a)—d), skulu hafa lokið háskólaprófi
og getur stjórnin skipað þeim í tvo starfsflokka eftir