Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 138
136
menntun og vísindalegri hæfni með samþykki háskóla-
ráðs.
B. Aðstoðarmenn.
a) Fastráðnir aðstoðarmenn.
b) Aðrir aðstoðarmenn, þ. á m. stúdentar.
Vísindalega menntaðir starfsmenn, 4., A., a) og b), skulu
ráðnir til rannsóknarstarfa, en þó skal, ef háskólaráð ósk-
ar, setja ákvæði um kennslu við Háskólann í ráðningar-
samning, enda skal ráðning þessara manna gerð með vit-
und háskólaráðs og því gefinn kostur á að óska eftir slíku
ákvæði. Þó skal kennslustarfið ekki vera meira en þriðj-
ungur starfsins þann tíma, sem kennslan stendur yfir.
Starfsmönnum, sem annast kennslu samkv. þessu ákvæði,
skal ákveða aukaþóknun að fengnum tillögum háskólaráðs.
5. Starfslið á skrifstofu og almennt starfsfólk.
Ráðið skal starfslið á skrifstofu, þ. á m. skrifstofustjóri, sem
sér um almenn framkvæmdastörf samkv. erindisbréfi, er stjórn-
in setur honum, svo og annað almennt starfsfólk stofnunarinnar.
II.
Ráðherra ræður starfslið Raunvísindastofnunar Háskólans, að
fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar og háskólaráðs. Ráðherra
getur falið stjórn stofnunarinnar ráðstöfun starfa til eins árs eða
skemmri tíma, enda sé fjárveiting fyrir hendi.
Um starfskjör fer eftir ákvæðum laga nr. 55/1962, um kjarasamn-
inga opinberra starfsmanna.
8. gr.
Um ESIisfræSistofnun Háskólans.
Þegar Raunvísindastofnun Háskólans tekur til starfa, leggst Eðlis-
fræðistofnun Háskólans (rannsóknarstofa til mælingar á geislavirk-
um efnum) sem slík niður, sbr. 85. gr. 2. málsgr. reglugerðar um Há-
skóla íslands nr. 76 17. júní 1958. Frá sama tíma falla eigur Eðlis-
fræðistofnunar Háskólans til Raunvísindastofnunarinnar. Skuldbind-
ingar Eðlisfræðistofnunar gagnvart starfsliði hennar og öðrum að-
ilum hvíla eftir greindan tíma á Raunvísindastofnun Háskólans.
Núverandi starfsmenn Eðlisfræðistofnunar Háskólans skulu fá
ráðningarsamninga samkv. 7. gr., en þó skal eigi setja ákvæði um
kennslu við Háskólann í ráðningarsamninga þeirra.
9. gr.
Reglugerð þessi er sett samkv. 42. gr. laga nr. 60 7. júní 1957 um