Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 139
137
Háskóla íslands, sbr. háskólareglugerð nr. 76 17. júní 1958, 87. gr.
Reglugerð þessi tekur gildi þegar í stað, og kveður menntamála-
ráðherra á um það, frá hvaða tíma Raunvísindastofnun Háskólans
teljist taka til starfa.
REGLUR
um erfðafræðinefiul Háskóla Islands.
1. gr.
Heiti nefndar og tengsl hennar viö Háskóla íslands.
Nefndin heitir erfðafræðinefnd Háskóla íslands (á ensku: The
Genetic Committee, University of Iceland). Hún heyrir undir há-
skólaráð.
2. gr.
Starfssvið.
Starf nefndarinnar er að veita forstöðu og skipuleggja erfðafræði-
legar rannsóknir við Háskóla Islands eftir því, sem fé fæst til.
3. gr.
Ski'pun nefndar, starfssvið og starfshættir.
Nefndina skipa sex menn. Kýs háskólaráð fjóra þeirra, hagstofu-
stjóri tilnefnir einn, og landlæknir á sæti í nefndinni eða tilnefnir
mann.
Nefndin kýs sér formann (varaformann), ritara og gjaldkera.
Nefndin fer með fjármál þeirrar rannsóknarstarfsemi, sem undir
hana heyrir, gengur frá rekstrar- og fjárhagsáætlun, sækir um styrki
eða aðra fjárhagslega fyrirgreiðslu, tekur ákvörðun um rannsóknar-
verkefni og önnur verkefni, sem taka skal upp eða fella niður. Nefnd-
in tekur ákvörðun um ráðningu starfsliðs og öflun húsnæðis til rann-
sóknarstarfa innan þeirra marka, sem f járráð hennar leyfa. Gæta skal
þess að tímabinda ráðningarsamninga og leigusamninga, svo að f jár-
hagslegri getu sé ekki ofboðið.
Nú verða jöfn atkvæði á nefndarfundi, og ræður þá atkvæði for-
manns.
Nefndin getur skotið málum til háskólaráðs til úrskurðar eða
samráðs.
Nefndin getur skipað innan sinna vébanda sérstaka framkvæmda-
nefnd.
Háskólaráð ákveður þóknun til nefndarmanna, og skal þá taka
sérstakt tillit til fjárráða nefndar.
18