Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 140
138
4. gr.
Fjdrmál.
Nefndin hefur sjálfstætt fjárhald og er sjálfstæður fjárhagslegur
aðili, sem sjálfseignarstofnun væri.
Rannsóknarverkefni á vegum nefndar eru kostuð af fé, sem hún
fær frá erlendum og innlendum vísindasjóðum eða öðrum aðilum,
svo og af ríkisfé samkv. því, er fyrir kann að verða mælt í fjárlög-
um. Reikningar nefndar eru endurskoðaðir af endurskoðendum há-
skólareikninga.
5. gr.
Starfslið.
Nefndin ræður sér framkvæmdastjóra, sem jafnframt er forstöðu-
maður rannsóknarstarfsemi undir yfirumsjón nefndar. Annað starfs-
lið ræður nefnd eftir því, sem fé hrekkur til, sbr. 3. gr.
6. gr.
Tengsl framangreindrœr nefndar við fyrri
erfðafræðinefnd.
Nefndin tekur við rannsóknarverkefnum, sem nú eru á vegum
fyrri erfðafræðinefndar, svo og því fé, sem þeirri nefnd hefur verið
úthlutað, og með þeim skilmálum, er því fylgja, enda er hér aðeins
um endurskipulagningu þeirrar nefndar að ræða.
7. gr.
Reglur þessar eru settar af háskólaráði, og taka þær gildi hinn
9. júní 1966.
REGLUR
um vanhæfi kennara til að taka þátt í meðferð mála
á deildarfundum, í háskólaráði o. fl.
Úr gerðabók liáskólaráðs, fundur 10. febrúar 1966.
Háskólaráð ályktar, að eftirfarandi reglur skuli gilda um vanhæfi
kennara til að taka þátt í meðferð einstakra mála á deildarfundum
vegna tengsla við mál eða málsaðilja, svo og um vanhæfi háskóla-
ráðsmanna af sömu sökum:
Enginn skal taka þátt í meðferð máls á deildarfundi eða fundi
háskólaráðs, ef málið varðar hann sjálfan eða þann, sem honum er
skyldur að feðgatali eða niðja, eða systkin hans eða börn þeirra,
systkin foreldra hans eða unnusta, kjörforeldri eða kjörbarn, fóst-