Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Qupperneq 141
139
urforeldri eða fósturbarn. Hinu sama gegnir, ef mál varðar maka
kennara eða þá, sem eru í þeim sifjatengslum við hann, sem áður
greinir um kennara.
Nú tekur aðili af ofangreindum ástæðum ekki þátt í meðferð
máls, og er honum þá heimilt að koma á framfæri upplýsingum um
málið.
Enginn getur setið í dómnefnd um doktorsritgerðir, verið andmæl-
andi við doktorspróf né dæmt um hæfi umsækjanda um stöður við
Háskólann, ef hann er svo tengdur eða skyldur aðila, sem fyrr er
greint.
Nú er ekki kostur á öðrum hæfum manni, og getur háskóladeild
með samþykki háskólaráðs þá ákveðið, að viðkomandi gegni allt að
einu störfum samkv. næst.u málsgrein á undan.
Háskólaráð sker úr vafaatriðum, sem upp kunna að koma í sam-
bandi við framangreindar reglur.
Um áhrif þess, að vikið sé frá framangreindum reglum, fer eftir
almennum reglum stjórnarfarsréttar.
Að svo stöddu verða ekki skráðar reglur um vanhæfi við próf.
C. LÖG.
LÖG nr. 41, 13. maí 1966
um breyting á lögum nr. 60, 7. júní 1957,
um Háskóla tslands.
1. gr.
1. málsgr. 37. gr. laganna orðist svo:
Við Háskóla íslands eru þessi prófessorsembætti: 1. í guðfræði-
deild 4, 2. í læknadeild 13, 3. í lagadeild 5, 4. í viðskiptadeild 3,
5. í heimspekideild 13, og er eitt þeirra embætti forstöðumanns Hand-
ritastofnunar íslands, sbr. lög nr. 36 18. apríl 1962, 6. gr., 6. í verk-
fræðideild 5.
2. gr.
Lög þessi taka þegar gildi.
Með lögum þessum eru felld úr gildi lög nr. 51 11. júní 1960, um
breyting á lögum nr. 60/1957, um Háskóla íslands, 1. gr., lög nr. 51
27. apríl 1962, um breyting á lögum nr. 51 11. júní 1960, um breyt-
ing á lögum nr. 60 7. júní 1957, um Háskóla íslands, og lög nr. 72
31. des. 1964, um breyting á lögum nr. 51/1962, um breyting á lög-
um nr. 60/1957, um Háskóla íslands.