Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Síða 143
141
Byggingaráætlunin hljóðar nú upp á ca. 15 millj. króna, en í sjóði
eru ríflega 21/, milljón. Er þá meðtalið framlag af fjárlögum 1965
og 1966, sem varð endanlega kr. 800.000,00 hvort þessara ára.
Námskynningar — samvinna viö SlSE.
Óhætt er að segja, að samstarf stúdentaráðs við Samband ísl. stú-
denta erlendis hafi aldrei verið meira en s.l. ár. Gekk það allt eink-
ar vel og var tvímælalaust báðum aðilum mjög gagnlegt. Námskynn-
ingar á vegum þessara tveggja stúdentasamtaka sameiginlega urðu
alls þrjár, í menntaskólunum í Reykjavík, á Akureyri og að Laug-
arvatni.
Stúdentablað.
Stúdentablað kom út fjórum sinnum á starfstímanum. Tvö fyrri
blöðin komu út í maí og nóvember, hvort um sig 32 síður að stærð.
Ritstjóri þessara blaða var Sigurður Gizurarson, stud. jur. Þá kom
að venju út fjölbreytt hátíðablað 1. desember, 52 síður að stærð að
þessu sinni. Ritstjóri var Þórarinn Sveinsson, stud. med. Fjórða blað-
ið kom út í marzbyrjun 1966, en hafði að öllu leyti verið undirbúið
af hálfu fráfarandi ráðs. Þessu síðasta blaði, sem var 28 síður að
stærð, ritstýrði Brynjúlfur Sæmundsson, stud. mag.
Almennir stúdentafundir — lagabreytingar.
Haldnir voru nokkrir almennir stúdentafundir, m. a. um félags-
heimilismálið.
Hinn 27. febr. 1965 skipaði stúdentaráð þriggja manna nefnd til
að kanna skipulag félagsmála stúdenta í heild og gera tillögur um
nýbreytni. í nefnd þessari sátu Ásgeir Thoroddsen, stud. jur., Gunnar
Sigurðsson, stud. med. og Vésteinn Ólason, stud. mag. Nefnd þessi
samdi ýtarlega álitsgerð, sem lögð var fyrir fund stúdentaráðs 23. sept.
og hringborðsráðstefnu 17. okt. Stúdentaráð skipaði síðan hinn 29. okt.
nýja nefnd til að semja frumvarp til nýrra laga fyrir stúdentaráð,
en í henni voru Eggert Hauksson, stud. oceon., Geir Gunnlaugsson,
stud. polyt., og Gunnar Karlsson, stud. mag.
Stúdentaráð samþykkti hin nýju lög með 9 samhljóða atkvæðum
24. janúar 1966, en 3. greinin var þá í því formi, sem ákveðið hafði
verið af gerðardómi, skipuðum formönnum allra deildarfélaga, en
ráðið hafði fyrirfram skuldbundið sig til að hlíta úrskurði gerðar-
dómsins. Lögin eru prentuð á bls. 145.