Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 144
142
Almenn félagsmál.
Fyrirlestrahald.
Haldið var áfram svipuðu fyrirlestrahaldi og fráfarandi stúdenta-
ráð hafði byrjað á og gefizt mjög vel.
Fyrirlesarar voru Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, Björn Th.
Björnsson, listfræðingur, Sigurbjörn Einarsson, biskup, Sigurjón
Björnsson, sálfræðingur, og dr. Gísli Blöndal.
í nóvember 1965 gekkst SHf fyrir umræðufundi um Háskóla ís-
lands. Framsögumenn voru dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráð-
herra, próf. Ólafur Björnsson, próf. Ólafur Jóhannesson og Ingi R.
Helgason, alþingismaður.
Störf nefnda,
Á vegum SHÍ hafa starfað ýmsar nefndir, svo sem málfundanefnd,
bókmenntakynningarnefnd, bridge- og skáknefnd. Einnig hefur ver-
ið starfandi fjáröflunarnefnd stúdentaheimilis. Á vegum málfunda-
nefndar hafa verið haldnir 3 fundir. Fyrsti fundurinn var um „Stór-
iðju á íslandi", framsögumenn ritstjórarnir Magnús Kjartansson og
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Á öðrum fundinum var umræðuefni „Kristin trú og kirkja“, fram-
sögumenn Sigurður Örn Steingrímsson, stud. theol., og Sverrir Hólm-
arsson, stud. mag. Á þriðja fundinum var umræðuefni: „Á ríkið að
styrkja blöðin?“. Framsögumenn voru blaðamennirnir Eiður Guðna-
son og Styrmir Gunnarsson. Formaður málfundanefndar var Frið-
geir Björnsson, stud. jur.
Bókmenntanefnd kynnti veraldlegan kveðskap Hallgríms Péturs-
sonar. Heimir Pálsson, stud. mag., flutti erindi um skáldið, og stú-
dentar lásu úr verkum hans.
í febrúar 1966 kynnti Sigurður A. Magnússon gríska Nóbelsverð-
launaskáldið Georgi Seferis.
Samkomuhald.
Sumarfagnaður var haldinn að Hótel Borg að kvöldi síðasta vetr-
ardags og vetrarfagnaður fyrsta vetrardag.
Loks ber að nefna hina vinsælu áttadagsgleði, sem haldin var að
vanda á gamlárskvöld í anddyri Háskólabíós. Ræðumaður var Björn
Þorsteinsson. Mikill fjöldi stúdenta fagnaði þar nýju ári. Formaður
áttadagsgleðinefndar var Guðjón Magnússon, stud. med.
Útvarpsdagskrá.
Að venju annaðist stúdentaráð útvarpsdagskrá að kvöldi síðasta
vetrardags. Var þar reynt að vekja athygli þjóðarinnar á nokkrum