Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 147
145
LÖG
uin Stúdentaráð Háskóla íslands.
Samþykkt í janúar 1966.
I. Nafn og tilgangur.
1. gr.
Við Háskóla íslands skal vera stúdentaráð, sem nefnist fullu nafni
Stúdentaráð Háskóla íslands.
2. gr.
Stúdentaráð skal vera fulltrúi stúdenta innan háskólans og utan,
standa vörð um hagsmuni þeirra og stuðla að því, að sérþekking
þeirra og reynsla á sviði æðri menntunar nýtist háskólanum og þjóð-
félaginu sem bezt.
II. Skipan.
3. gr.
Stúdentaráð skal skipað 22 háskólastúdentum. Kosning fari fram
árlega, og er helmingur fulltrúa kjörinn hverju sinni til tveggja ára.
Skólinn skiptist í 7 kjördeildir. Eftirfarandi 4 kjördeildir hafa 4 full-
trúa hver: Heimspekideild, Lagadeild, Læknadeild I (læknanemar og
lyfjafræðinemar), og Viðskiptadeild, — og eftirfarandi 3 kjördeildir
hafa 2 fulltrúa hver: Guðfræðideild, Verkfræðideild og Læknadeild II
(tannlæknanemar). Varafulltrúar skulu kosnir árlega til eins árs,
tveir eða fjórir úr hverri deild eftir fjölda aðalfulltrúa.
4. gr.
Innan ráðsins starfa 4 fastanefndir: Hagsmunanefnd, skipuð 7
mönnum, einum úr hverri kjördeild, menntamálanefnd og utanríkis-
nefnd, hvor um sig skipuð 5 mönnum, og fjárhagsnefnd, skipuð 4
mönnum. Enginn ráðsliði má sitja í fleiri en einni nefnd. Formaður
ráðsins á ekki sæti í fastanefnd.
Stjórn ráðsins skal skipuð formanni þess ásamt formönnum fasta-
nefnda.
TTT Kjör og valdataka.
Kosningar til stúdentaráðs skulu fara fram samtímis í öllum deild-
um á tímabilinu 1.—15. apríl.
Eigi síðar en 10. marz ár hvert skal stúdentaráð skipa kjörstjórn.
í henni eiga sæti einn stúdent úr hverri kjördeild. Stúdentaráð skip-
ar formann kjörstjórnar.
19