Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Síða 148
146
Kjörstjórn útbýr kjörskrár og kjörseðla, úrskurðar kærur vegna
kjörskrár og ákveður að öðru leyti tilhögun kosninganna.
Kjörskrár skulu lagðar fram eigi síðar en tíu dögum fyrir kjörfund.
Kærur vegna kjörskrár skulu hafa borizt kjörstjórn eigi síðar en
kl. 12 á miðnætti tveim dögum fyrir kjörfund. Skylt er kjörstjórn að
tilkynna, hvar kærum verði veitt viðtaka fram að þeim tíma. Úr-
skurðum kjörstjórnar má skjóta til stjórnar stúdentaráðs, sem ákveð-
ur, hvort málinu skuli vísað frá eða það lagt fyrir stúdentaráð.
Kjörstjórn boðar til kjörfundar og stjórnar honum.
Allar tilkynningar skal kjörstjórn festa upp á auglýsingatöflu í
anddyri háskólans.
6. gr.
Framboð eru með tvennum hætti:
a) Einstaklingur er boðinn fram til kjörs aðalfulltrúa í ráðinu,
en varafulltrúa að öðrum kosti.
b) Einstaklingur er boðinn fram til kjörs varafulltrúa í ráðinu.
Hver frambjóðandi skal studdur meðmælendum úr kjördeild sinni.
Mega þeir eigi vera færri en fimm og eigi fleiri en sjö. Frambjóðandi
skal sjálfur samþykkja framboð sitt skriflega. Ileimilt er hverjum
kjósanda að veita meðmæli sín jafnmörgum frambjóðendum og hann
getur greitt atkvæði samkv. 9. gr.
Framboðsfrestur skal vera að minnsta kosti tíu dagar og renna út
eigi síðar en viku fyrir kjörfund.
Nú berast í einhverri kjördeild eigi nægilega mörg framboð til að
hún fái kjörið þann fjölda fulltrúa og varafulltrúa, er henni ber
samkv. 3. gr. Skal kjörstjórn þá framlengja framboðsfrest í þeirri
kjördeild um einn dag, auglýsa það og tilkynna jafnframt sérstaklega
stjórn eða stjórnum deildarfélags eða deildarfélaga í viðkomandi kjör-
deild, hvernig komið sé. Berist þrátt fyrir það eigi nægilega mörg
framboð, skal varamaður taka sæti sem aðalfulltrúi, sé hann fyrir
hendi. Að öðrum kosti skal viðkomandi sæti autt. Berist eigi nægi-
lega mörg framboð til kjörs varamanna, þrátt fyrir framlengingu
framboðsfrests, skulu þau sæti, er á vantar, standa auð.
Kjörstjórn skal birta framboð eins fljótt og unnt er.
7. gr.
Nú berast eigi fleiri framboð aðalfulltrúa í kjördeild en kjósa á,
og er þá sjálfkjörið í þeirri deild. Skal kjörstjórn þá kanna, hvort
varafulltrúar geta komið sér saman um, í hvaða röð þeir taka sæti
í ráðinu. Að öðrum kosti skal kjörstjórn draga um röðina.