Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Qupperneq 149
147
8. gr.
Kosningarétt í hverri kjördeild hafa þeir einir, sem skráðir eru
til náms samkvæmt gildandi reglugerð háskólans hverju sinni.
Kjörgengir við kosningar í hverri kjördeild eru allir, sem kosninga-
i, rétt hafa í henni.
9. gr.
Kosning skal vera leynileg. Á kjörseðli skal nöfnum frambjóðenda
skipað í stafrófsröð, nöfnum frambjóðenda til aðalfulltrúakjörs sér
(sbr. a-liður 6. gr.) og nöfnum frambjóðenda til varafulltrúakjörs sér
(sbr. b-liður 6. gr.).
Kjósandi merkir X framan við nöfn þeirra frambjóðenda, er hann
vill kjósa, bæði á lista aðalmanna og varamanna. Heimilt er að kjósa
á hvorum lista jafnmarga og kosningu geta hlotið. Sé einn aðalmaður
kosinn, telst hann fá eitt atkvæði. Sé tveimur greitt atkvæði, telst
hvor þeirra fá hálft atkvæði. Á sama hátt eru atkvæði varamanna
reiknuð. Sé einn kosinn, hlýtur hann 1 atkvæði; séu tveir kosnir,
hlýtur hvor hálft atkvæði; séu þrír kosnir, hlýtur hver Vs atkvæðis;
séu fjórir kosnir, hlýtur hver x/i atkvæðis. Sé brugðið út af reglum
um merkingu atkvæðaseðils, telst hann auður eða ógildur eftir at-
vikum
Hlutkesti ræður, verði menn jafnir að atkvæðum.
Kjörstjórn er skylt að kynna, meðal annars á kjörseðli, reglur um
merkingu kjörseðils og fjölda frambjóðenda, er kjósa má í hverri
deild.
10. gr.
Varafulltrúar skulu taka sæti aðalfulltrúa deildar eftir atkvæða-
fjölda í kosningunum. Frambjóðendur til kjörs aðalfulltrúa, sem ekki
hafa náð kosningu, skulu ganga inn í röð varafulltrúa samkvæmt at-
kvæðaf jölda sínum, biðjist þeir eigi undan því. Þannig skipar sá efsta
sæti sem varamaður, er fékk flest atkvæði af þeim, sem gáfu kost
á sér sem varamenn, eða náðu eigi kosningu sem aðalmenn.
11. gr.
Eigi fyrr en fimm dögum og eigi síðar en tíu dögum eftir kosn-
ingar skal fráfarandi formaður stúdentaráðs kalla hið nýja ráð sam-
an og stýra fundi þess, þar til nýr formaður hefur verið kjörinn.
Síðan skulu kosnir formenn fastanefnda í þessari röð: form. hags-
munanefndar, form. menntamálanefndar, form. utanríkisnefndar,
form. fjárhagsnefndar. Að því loknu skal kjörinn varaform. úr hópi
formanna fastanefnda. Kjördeildirnar ákveða hver um sig sinn fulltrúa
í hagsmunanefnd að undanskilinni þeirri deild, sem áður kjörinn for-