Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 150
148
maður nefndarinnar tilheyrir. Kosning í aðrar nefndir er óbundin.
Óski minnst 7 ráðsliðar, að kjöri í fastanefndir verði frestað, skal það
tekið til greina, en fundur skal boðaður á ný innan viku, þar sem
kosið verður í nefndirnar. Hver nefnd um sig kýs sér varaformann
og ritara.
Allar kosningar skulu vera leynilegar. Heimilt er að gera tillögu
um menn, án þess að ráðsliðar séu bundnir af þeim tillögum. Falli
atkvæði jöfn, skal hlutkesti ráða.
Umboð fráfarandi ráðs fellur niður um leið og nýkjörið ráð hefur
kosið sér formann.
IV. Starf ráðsins.
12. gr.
Um verkefni stúdentaráðs vísast til 2. og 23. gr. Ennfremur ber
því að vera þeim félögum, er annast almennt félagslif stúdenta,
innan handar um aðstoð, ef þurfa þykir, vinna að þvi, að þau þjóni
hlutverki sínu. Þá ber ráðinu að stuðla að vöku stúdenta og annarra
landsmanna í menningarmálum og taka þátt í starfi innlendra og
erlendra stúdenta- og æskulýðssamtaka.
13. gr.
Fundir stúdentaráðs skulu haldnir eigi sjaldnar en mánaðarlega á
þeim tíma, er kennsla fer fram í háskólanum. Skal leitazt við að
halda þá reglulega. Heimilt er stjórn að kalla ráðið saman, þótt ekki
sé í kennslumánuði, ef fært þykir. Skylt er stjórn að kalla ráðið sam-
an, ef um það berst skrifleg ósk frá 7 ráðsliðum.
Fundir ráðsins skulu boðaðir ásamt dagskrá með þriggja sólarhringa
fyrirvara. Heimilt er þó að boða til fundar með skemmri fyrirvara,
ef nauðsyn ber til, enda náist til allra fulltrúa eða varamanna þeirra.
Skylt er fulltrúa að boða forföll, geti hann eigi komið til fundar.
Skal varamaður þá tilkvaddur í hans stað.
Fundir skulu auglýstir með dagskrá í anddyri háskólans, og eru
þeir opnir öllum háskólastúdentum. Þó má boða til lokaðs fundar
með einróma samþykki stjórnar, ef sérstök ástæða þykir til. Enn-
fremur getur meirihluti ráðsins ákveðið að loka fundi.
Formaður stýrir fundum, í forföllum hans varaformaður. Sé hvor-
ugur þeirra á fundi, stýrir einhver stjórnarmanna kjöri fundarstjóra.
Fundargerðir skulu samþykktar og undirritaðar í lok hvers fundar.
Við umræður skal hlíta almennum fundarsköpum. Fundarmenn
kveðja sér hljóðs að fengnu leyfi fundarstjóra. Fundarstjóra er heim-
ilt að taka til máls, hvenær sem hann óskar.
Einfaldur meirihluti ræður úrslitum allra mála, þó með þeim tak-