Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Qupperneq 152
150
20. gr.
Fráfarandi stúdentaráð skal gefa út skýrslu um störf ráðsins á
liðnu starfsári og hag þeirra fyrirtækja, er ráðið rekur eða á aðild að.
V. Stjórn.
21. gr.
Stjórn stúdentaráðs er skipuð samkvæmt 4. gr. og kjörin samkv.
11. gr. Boði einhver stjórnarmar.na forföll, skal varaformaður við-
komandi nefndar til kvaddur í hans stað.
Framkvæmdastjóri situr stjórnarfundi. Hann færir til bókar, hvaða
mál eru tekin fyrir á fundunum og hverja afgreiðslu þau hljóta, svo
og sérálit einstakra stjórnarliða, ef þess er óskað. Forfallist hann,
kýs stjórnin mann úr sínum hópi til þessa verks.
Stjórnin hefur með höndum framkvæmd þeirra ályktana, er ráð-
ið gerir, og annast þau verkefni, er það felur henni. Jafnframt getur
hún á fundum sínum tekið ákvarðanir og afgreitt mál innan þeirra
marka, er ráðið ákveður hverju sinni.
Á hverjum fundi stúdentaráðs skal stjórn skýra ráðinu frá störf-
um sínum, síðan síðasti fundur ráðsins var haldinn.
22. gr.
Lýsi stúdentaráð vantrausti á stjórnarmann, skal hann fara frá.
Þó er honum heimilt að krefjast annars stúdentaráðsfundar um mál-
ið, hafi ráðið ekki verið fullskipað, er vantrausti var lýst. Skal sá
fundur haldinn innan viku, og gildir ákvörðun hans, sé hann lög-
legur samkv. 14. gr. Verði vantraustið samþykkt aftur, skal stúdenta-
ráð kjósa mann í hans stað.
VI. Fastanefndir.
23. gr.
Fastanefndir eru skipaðar samkv. 4. gr. og kjörnar samkv. 11. gr.
Fastanefndir safna hvers konar gögnum, sem að gagni geta komið
í starfi stúdentaráðs, hver á sínu sviði. Nefndirnar vinna úr þessum
gögnum og leggja tillögur um framkvæmdir og frumdrög að álykt-
unum fyrir stúdentaráð.
Helztu verkefni einstakra nefnda eru þessi:
Hagsmunanefnd tekur til meðferðar fjárhagsleg hagsmuna-
mál stúdenta, þar á meðal námsstyrki og námslán, húsnæðismál stú-
denta, skattamál og fríðindi stúdenta hjá hinu opinbera, fyrirtækj-
um og einstaklingum.
Menntamálanefnd safnar gögnum um æðri menntastig þjóð-