Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 153
151
arinnar og rannsakar í samvinu við deildarfélög, hverju helzt sé
ábótavant í kennslufyrirkomulagi og námsaðstöðu og hvað helzt
megi gera háskólanum til eflingar sem kennslu- og vísindastofnun.
Utanrikisnefnd fylgist með því, sem gerist í alþjóðlegri stú-
dentasamvinnu, og er stúdentaráði til ráðuneytis um samskipti þess
við erlenda aðila og afstöðu til þeirra.
Fjárhagsnefnd undirbýr fjárhagsáætlun stúdentaráðs eitt ár
fram í tímann og leggur hana fyrir ráðið. Þá fylgist nefndin með,
hvernig áætlunin stenzt, gerir tillögur um leiðréttingar, eftir því sem
þörf gerist, og bendir á fjáröflunarleiðir. Ennfremur ber henni að
fylgjast með fjárhag þeirra stofnana, sem stúdentaráð er aðili að.
24. gr.
Fastanefndir koma saman eins oft og þörf gerist. Formanni stú-
dentaráðs er heimilt að sitja nefndarfundi. Heimilt er fastanefndum
að leita til skrifstofu stúdentaráðs um lausn tímafrekra verkefna.
25. gr.
Nánar skal kveðið á um starfssvið fastanefnda og starfshætti í
reglugerðum, er stúdentaráð setur.
VII. Almennir stiidentafundir.
26. gr.
Almenna stúdentafundi skal halda eftir kröfu 50 háskólastúdenta
hið fæsta eða 7 stúdentaráðsmanna. Skal krafan vera skrifleg og
beint til stjórnar stúdentaráðs, er síðar boðar til fundarins ásamt
dagskrá eigi síðar en innan viku.
27. gr.
Almennir stúdentafundir taka til umræðu og ályktana þau mál,
er heyra til verksviði stúdentaráðs.
Stúdentaráði er skylt að fara að fyrirmælum % fundarmanna á
almennum stúdentafundi um málefni, sem auglýst hafa verið í fund-
arboði, enda hafi talning, sem fram hefur farið að tilhlutan fundar-
stjóra, leitt í ljós, að % hluti allra háskólastúdenta a. m. k. hafi setið
fundinn samtímis.
28. gr.
Til almennra stúdentafunda slcal boða með auglýsingu, er festa
skal upp á auglýsingatöflu háskólans eigi síðar en þrem sólarhring-
um áður en fundinn skal halda. Einnig skulu þeir auglýstir í blöð-
um og útvarpi. Fundarefnis skal getið í fundarboði.
Formaður stúdentaráðs stjórnar kosningu fundarstjóra í upphafi
fundar, en er að öðru leyti ekki starfsmaður fundarins. Rétt til að