Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 154
152
taka þátt í afgreiðslu máls á almennum stúdentafundi hafa þeir ein-
ir, er skráðir eru til náms í háskólanum. Komi upp ágreiningur um
rétt til fundarsetu, skal málinu skotið til úrskurðar fundarins.
VIII. Gildistaka og breytingar.
29. gr.
Til þess að lögum þessum verði breytt eða við þau aukið, verður
eftirfarandi skilyrðum að vera fullnægt:
a) Breytingin þarf að að hljóta samþykki a. m. k. 15 ráðsliða.
Þó nær breytingin ekki fram að ganga, ef allir fulltrúar a. m. k.
tveggja kjördeilda greiða atkvæði gegn henni.
b) Samþykkt stúdentaráðs um lagabreytingu þarf að auglýsa á
auglýsingatöflu í anddyri háskólans í vikutíma á kennslutíma
skólans. Öðlast hún þá gildi, hafi ekki verið óskað almenns
stúdentafundar um málið samkv. ákvæðum 26. gr.
c) Sé almennur stúdentafundur haldinn um málið, getur hann
því aðeins hnekkt samþykkt stúdentaráðs, að hann fullnægi
ákvæðum 27. gr.
Fullnægi almennur stúdentafundur ekki ákvæðum 27. gr., ákveður
stúdentaráð, hvort samþykktin skuli öðlast gildi, eða málið tekið
upp að nýju.
30. gr.
Með lögum þessum falla úr gildi öll eldri lög um Stúdentaráð Há-
skóla íslands. Lögin öðlast gildi nú þegar með þeim undantekning-
um, sem um getur í eftirtöldum bráðabirgðaákvæðum:
Bráöabirgöaákvœöi.
Á tímabilinu 1.—15. febr. 1966 skulu kosnir samkv. lögum þessum
22 fulltrúar. Kosning verði með tvennum hætti. Helmingur fulltrúa
í hverri kjördeild skal kosinn til 14 mánaða og helmingur til 26 mán-
aða. Skal framboðum hagað með tilliti til þess. Varamenn skulu
kosnir til 14 mánaða.
Þar til sérstök skipan hefur verið gerð um félagssamtök til að
annast félagslíf stúdenta, skal stúdentaráð hafa forgöngu um þau
mál, eins og gert er ráð fyrir í þeim lögum um ráðið, er falla úr gildi
með gildistöku þessara laga.