Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 15
Ræður rektors Háskóla íslands
13
að raungildi sem svarar fjölgun nemenda,
en þörfin hefur verið viðurkennd með
aukafjárveitingum. Með því að gefa öllum
kost á að spreyta sig er vitaskuld verið að
kosta talsverðu til. Er því verið að vega
réttlæti á móti kostnaði. Ég tel að annað-
hvort verði fjárveitingavaldið að viður-
kenna þennan kostnað eða beina nemend-
um annað, hvort sem það er í verklega
þjálfun annars staðar eða beint út í at-
vinnulífið.
Þá vill það gleymast eða mæta afgangi
að háskólinn er rannsóknastofnun, og
efling vísindarannsókna er ein helsta for-
senda bættra lifskjara í landinu. Hin mikla
aðsókn að háskólanum, sem nú kallar á
meira húsrými, fleiri kennarastöður og
fjölbreyttari rannsóknastörf, er því mál
þjóðarinnar allrar. Þess vegna var fyrrver-
andi ríkisstjórn sent bréf, sem háskóla-
menn, nemendur, kennarar og aðrir starfs-
menn rituðu undir. Þarsegir m. a. þetta:
Að óbreyttu fjárlagafrumvarpi kemur
kyrkingur í eðlilegan vöxt háskólans,
ekki aðeins á næsta ári, heldur mun
afleiðinganna gæta miklu lengur.
— Að óbreyttu fjárlagafrumvarpi stöðv-
ast mestallar framkvæmdir við ný-
byggingar háskólans á næsta ári, en
þær eru nú meiri en nokkru sinni fyrr
í sögu hans.
— Að óbreyttu fjárlagafrumvarpi vofir
yfir sú hætta, að háskólinn verði að
vísa nemendum frá, jafnvel öllum
sem nýskráningar óska næsta haust.
Til þess að koma í veg fyrir svo alvarlegt
ástand verður þrennt að koma til að mati
háskólaráðs:
1. 20 milljónir króna í aukið rekstrarfé á
verðlagi fjárveitingabeiðna.
2. 20 milljónir króna í aukið fram-
kvæmdafé á árinu 1983 og á næstu I0
árum.
3. 20 nýjar stöður árlega næstu 5 ár. (Hér
er átt við bæði kennara og aðstoðar-
fólk.)
Á það skal minnt, að Háskóli íslands er
nú fjölmennasti vinnustaður landsins.
Hann er eina stofnunin í landinu sem
stundar undirstöðurannsóknir að nokkru
ráði, og hann hefur ætíð — eins og til var
ætlast frá öndverðu — verið merkisberi ís-
lenskra fræða og menningarlífs á íslandi."
Þessi sannindi gilda enn og verður það
verkefni þessarar ríkisstjórnar að skirra
þeim vandræðum sem blasa við háskólan-
um eins og fleiri stofnunum og fyrirtækj-
um.
Framkvœmdir
Unnið hefur verið að nýbyggingum
bæði á Landspítalalóð og háskólalóð.
Uppistaðan í framkvæmdum háskólans er
tekjur af Happdrætti Háskóla íslands. Á
fjárlögum ársins eru 13,7 millj. kr. til
framkvæmda úr ríkissjóði, en það fé renn-
ur allt út og inn um gáttir fjármálaráðu-
neytisins sem opinber gjöld af tækjum í
þágu tannlæknadeildar. Þykir okkur í há-
skólanum þetta strembinn biti að kyngja,
en vonum að hann hafi farið í holufylling-
ar á réttum stöðum. Þá er unnið við svo-
nefnt Hugvísindahús á háskólalóð, og
grafinn hefur verið grunnur fyrir þriðja
áfanga í þágu verkfræði- og raunvísinda-
deildar. Fresta varð útboði á þessu húsi
vegna minni fjárveitingar úr ríkissjóði en
vilyrði hafði verið gefið fyrir, vegna meiri
kostnaðar og framkvæmda á Landspítala-
lóð en áætlaðar voru svo og vegna aukinn-
ar verðbólgu. Duga nú engin vettlingatök
ef ekki á að koma til stórvandræða í hús-
næðismálum.
Sjálfrceði háskólans og
þróunarnefnd
Ég legg á það mikla áherslu, að jafn-
framt því sem háskólinn beiti því tak-
mörkunarvaldi sem honum er veitt, hafi
hann verulegt sjálfræði í því að ákveða
nýjar greinar og viðbótarnám. í því skyni