Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 108
106
Árbók Háskóla íslands
verði teknir inn á síðara misseri fyrsta
námsárs háskólaárið 1984—1985. Fram
var lögð greinargerð tannlæknadeildar
ásamt fylgiskjölum. Rektor lagði fram
svohljóðandi breytingartillögu: „8 nem-
endur fái inngöngu á 2. misseri háskólaár-
ið 1984/1985 með fyrirvara um samþykki
menntamálaráðuneytisins á umbeðinni
breytingu á 108. gr. reglugerðar. Ákvörðun
um, hvort pólskur tannlæknir verði einn
þessara nemenda, er frestað þar til nánari
upplýsingar liggja fyrir. Ákvörðun þessi
skal tekin eigi síðar en í lok þessa árs
(1984).“ Eftir nokkrar umræður var tillaga
rektors borin undir atkvæði og samþykkt
með 8 atkvæðum gegn 5.
26.04.84 17.05.84
Námsbraut í sjúkraþjálfun
Fyrir var tekin að nýju tillaga stjórnar
námsbrautar í sjúkraþjálfun um að 18
nemendum verði heimilað að hefja nám í
sjúkraþjálfun haustið 1983. Á fundinn
komu María Ragnarsdóttir lektor, for-
maður námsbrautarstjórnar, og Sólrún
Jónsdóttir, nemandi í sjúkraþjálfun, sem
sæti á í námsbrautarstjórn. Fram var lögð
greinargerð námsbrautarstjórnar, dags.
30. maí 1983, og gerði formaður náms-
brautarstjórnar grein fyrir stöðu mála og
svaraði fyrirspurnum.
Svofelld tillaga til ályktunar var lögð
fram af fulltrúum stúdenta í háskólaráði:
„Háskólaráð samþykkir að fresta
ákvörðun um fjöldatakmarkanir í sjúkra-
þjálfun þar til ljóst er hvernig húsnæðis-
vandi námsbrautarinnarleysist."
Tillagan var felld með 9 atkvæðum gegn
5.
Tillaga námsbrautarstjórnar um að 18
nemendum verði heimilað að hefja 1.
námsár á hausti komanda var síðan borin
undiratkvæði og samþykkt með 8 atkvæð-
umgegn5. 03.06.83
Lagt fram bréf námsbrautarstjórnar í
sjúkraþjálfun, dags. 25. þ. m. Er þar lagt til
að 18 nemendum verði veitt innganga í
námsbrautina haustið 1984. Fram var lögð
greinargerð námsbrautarstjórnar frá 30.
maí 1983. María Ragnarsdóttir náms-
brautarstjóri kom á fundinn og gerði grein
fyrir málinu. Tillaga námsbrautarstjórnar
um að veita 18 nemendum inngöngu á 1.
námsár haustið 1984 var samþykkt með 7
atkvæðumgegn 5. 26.04.84 17.05.84
Erlendir stúdentar
Tíu erlendir námsmenn hlutu styrk
mrn. til náms í íslensku, sögu íslands og
bókmenntum við Háskóla íslands há-
skólaárið 1982-83. 30.09.82
IX. Tengsl háskólans við
aðrar stofnanir
Rannsóknaráð
Lagt fram bréf mrn., dags. 14. júlí s.l.
Óskað er tilnefningar þriggja fulltrúa, er
lokið hafi háskólaprófi í raunvísindum, og
varamanna þeirra í Rannsóknaráð ríkis-
ins. Tilnefndir voru Örn Helgason dósent
ogtil vara Sveinbjörn Bjömsson prófessor;
Guðmundur Eggertsson prófessor og til
vara Jón Bragi Bjarnason dósent; Valdi-
mar K. Jónsson prófessor og til vara Óttar
P. Halldórsson prófessor. 13.09.83
Erlendir háskólar
Lagður fram samningur milli ríkis-
stjórnar Bandaríkjanna og University oj
Minnesota um styrkveitingu að upphæð