Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 113
Annáll
111
Ýmislegt
Útvarpsfyrirlestrar
Veturinn 1983 —84 sá Félag háskóla-
kennara um röð fyrirlestra í útvarp, sem
háskólakennarar og sérfræðingar á stofn-
unum fluttu um fræði sín. Fyrirlestrarnir
voru fluttir kl. 16.20— 17 á sunnudögum.
(Fr.br.H.Í. 6, 6. tbl.)
Háskólanefnd
í febrúar 1983 kaus stjórn Félags há-
skólakennara nefnd til þess að fjalla um
málefni háskólans. Nefndina skipuðu
prófessorarnir Gunnar G. Schram, Björn
Björnsson, Helgi Valdimarsson, Magnús
Magnússon, Páll Skúlason og Jón Torfi
Jónasson lektor. í árslok 1983 skilaði
nefndin áliti, og fjallaði það um sjálfstæði
háskólans, aukið sjálfstæði deilda, skipan
háskólanáms og eflingu vísindastarfsemi.
(Fr.br. H.í. 6,2. tbl.)
75 ára afmæli lagakennslu
1 tilefni af 75 ára afmæli lagakennslu á
íslandi var hátíðarsamkoma haldin í há-
tíðasal háskólans laugardaginn 1. október
1983, og hófst hún kl. 2 e.h. Rektor Há-
skóla íslands, Guðmundur Magnússon
Prófessor flutti ávarp og forseti Hæstarétt-
ar Þór Vilhjálmsson flutti hátíðarræðu.
Sigrún V. Gestsdóttir söng óperuaríur og
íslensk lög við undirleik Hrefnu Eggerts-
dóttur. Arnljótur Björnsson prófessor, for-
maður Lögfræðingafélags íslands, skýrði
frá gjöfum til lagadeildar. Forseti laga-
deildar, Björn Þ. Guðmundsson prófessor
stjórnaði athöfninni.
500 ára afmæli Marteins Lúthers
í tilefni þess að 500 ár voru liðin frá
fæðingu Marteins Lúthers 10. nóvember
1983 gekkst Háskóli íslands fyrir hátíðar-
samkomu þann dag í hátíðasal háskólans,
og hófst hún kl. 5 síðdegis. Rektor Há-
skóla íslands, Guðmundur Magnússon
prófessor flutti ávarp, en dr. Sigurbjörn
Einarsson, fyrrverandi biskup íslands,
flutti hátíðarræðuna. Jón Stefánsson
söngstjóri stjórnaði söngguðfræðinema.
Háskólafyrirlestur
Mánudaginn 16. apríl 1984 kl. 20:40
flutti Þórhallur Vilmundarson prófessor
fyrirlestur með litskyggnum fyrir almenn-
ing í hátíðasal háskólans um skógar-
mannasögurnar íslensku. Fyrirlesturinn
nefndist „Hver var hetjan í hólminum?"
Húsfyllir var.
Fyrirlesturinn var endurtekinn 9. maí
vegna áskorana.