Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 96
94
Árbók Háskóla íslands
þ. m., þarsem staðfest erað KeldGall Jör-
gensen, cand. mag., hafi verið veitt lekt-
orsstaðan. Að tillögu rektors var tilmæl-
um kennaranna 14 vísað frá. 23.08.84
Orðabók háskólans
í stjórn Orðabókar háskólans til fjögurra
ára voru kjömir Höskuldur Þráinsson pró-
fessor, Jón G. Friðjónsson dósent, Stefán
Karlsson handritafræðingur og til vara
Svavar Sigmundsson lektor. Halldóri
Halldórssyni prófessor voru færðar þakkir
fyrir störf hans í þágu Orðabókar háskól-
ans á undanförnum áratug. 30.09.82
Lagt fram bréf mrn., dags. 26. maí s.l.
Staðfest hefur verið ný reglugerð fyrir
Orðabók Háskóla íslands. Jafnframt lagt
fram bréf mrn. frá 31. maí s.l. um að leið-
rétt hafi verið skekkja er varð á reglugerð-
artextanum, 3. gr., 3. málslið. 03.06.83
Verkfræði- og raunvisindadeild
Lagt fram bréf verkfræði- og raunvís-
indadeildar, dags. 28. okt. 1983. Er þar
leitað staðfestingar á samþykkt deildar-
innar varðandi inntökuskilyrði ídeildina.
Skilyrði til inntöku í nám í verkfræði- og
raunvísindadeild er stúdentspróf af eðlis-
eða náttúrufræðisviði mennta- eða fjöl-
brautaskóla eða sambærilegt próf. Deildin
getur þó heimilað stúdentum með stúd-
entspróf af öðrum sviðum nám í landa-
fræði. Deildarforseti gerði grein fyrir er-
indinu. Umræður urðu nokkrar en af-
greiðslu frestað. 26.04.84
Lagðar voru fram tillögur að reglugerð-
um fyrir verkfræðideild og raunvísinda-
deild ásamt tillögum að laga- og reglugerð-
arbreytingum er leiðir af skiptingu verk-
fræði- og raunvísindadeildar. Sumt af
þessu áður fram lagt. Rektor og forseti
verkfræði- og raunvísindadeildar gerðu
grein fyrir fáeinum atriðum sem lagfæra
þyrfti eða samræma milli hinna fram
lögðu reglugerðartillagna, sem síðan voru
samþykktar samhljóða með þeim breyt-
ingum sem bent hafði verið á að þyrfti að
gera. Einnig samþykktar Iaga- og reglu-
gerðarbreytingar er af fyrrgreindri skipt-
ingu verkfræði- og raunvísindadeildar
leiðir. 14.10.82
Reiknistofnun H.í.
Lagt fram bréf verkfræði- og raunvís-
indadeildar, dags. í dag. Tilnefnirdeildin í
stjórn Reiknistofnunar háskólans til næstu
tveggja ára þá Odd Benediktsson prófessor
og Sigfús Björnsson dósent. Varamaður
Odds ertilnefndur Sven Þ. Sigurðsson dós-
ent og varamaður Sigfúsar Ragnar Sig-
bjömsson, lic. techn. 14.10.82
Lagt fram bréf mrn., dags. 31. okt. s.l.,
ásamt ljósriti af bréfi fjármálaráðuneytis,
dags. 28. sept. s.l. Heimilað er að Happ-
drætti Háskóla íslands taki erlent lán allt
að 4 millj. kr. til kaupa á tölvu af gerðinni
VAX 11/750 fyrir Reiknistofnun H.í. Jafn-
framt er tekið fram að þessi fjármögnunar-
leið sé ekki fær til frambúðar. 24.11.83
Mannfræðistofnun H.í
Endurkjörin var til þriggja ára stjórn
Mannfræðistofnunar Háskóla íslands.
Kjörnir voru prófessorarnir Guðjón Ax-
elsson, Guðmundur Eggertsson, Jóhann
Axelsson og Sigurjón Björnsson. 30.05.84