Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 107
Kafiar úr gerðabókum háskólaráðs
105
Lagt fram bréf tannlæknadeildar, dags.
5. mars 1984. Er þar óskað breytinga á 108.
gr. reglugerðar háskólans. Um er að ræða
að [samkeppnispróf] til inngöngu á 2.
námsár miðist við árangur í prófum í lok
haustmisseris 1. árs í stað 1. árs prófa.
Tillagan var samþykkt með 6 atkvæð-
um gegn 4.
Ólína Þorvarðardóttir gerði svofellda
grein fyrir afstöðu sinni við atkvæða-
greiðsluna: „Þar sem ég í grundvallaratrið-
um er mótfallin „numerus clausus" er mér
engan veginn fært að greiða atkvæði með
eða á móti hvers kyns tilfæringum eða
hagræðingu á „numerus clausus“.“
Ásgeir Jónsson lagði fram eftirfarandi
bókun: „Með því að samþykkja tillögu
deildarfundar tannlæknadeildar þess efnis,
að réttur stúdenta til framhaldsnáms í
tannlæknadeild miðist við árangur prófa í
lok haustmisseris 1. árs í stað vormisseris,
skapast óvissa um það, hvort 8 nemendur
haldi áfram námi á 2. námsári hverju
sinni, sem þó er næsta öruggt eins og mál-
um er nú háttað. Vegna þessa tel ég, að enn
sé verið að herða þær reglur sem hafa gilt
um fjöldatakmarkanir í tannlæknadeild,
og lýsi mig alfarið á móti þessari breytingu
u 108. gr. reglugerðar Háskóla íslands.
Einnig má benda á að röð stúdenta hefur
°ft breyst frá jólaprófum þar til upp er
staðið að afloknum öllum prófum á 1. ári.
Ennfremur má draga í efa réttmæti þess að
n°ta þann mælikvarða að miða við jóla-
Prófin, ef skoðað er það námsefni sem lagt
er til grundvallar því að flokka úr þessa til-
vonandi tannlækna, og eins má benda á að
^túdent þarf alltaf vissan aðlögunartíma er
hann byrjar háskólanám.
Eg tel að þessar sífelldu beiðnir um hert-
ar höldatakmarkanirséu til þess eins falln-
ar aö rýra álit háskólans út á við og skapi
siindurlyndi milli nemenda og kennara,
sem við venjulegar aðstæður ættu að
standa saman að því að gera nám í háskól-
anum ánægjulegt og árangursríkt.“
08.03.84 15.03.84
Eftirfarandi óskaðist bókað, undirritað
af Guðvarði Má Gunnlaugssyni, Ólínu
Þorvarðardóttur, Mörthu Eiríksdóttur og
Ásgeiri Jónssyni:
„Á síðasta fundi háskólaráðs, þann 15.
mars 1984, var samþykkt tillaga um breyt-
ingu á 108. gr. reglugerðar Háskóla íslands
í þá veru, að framvegis yrði réttur stúdenta
til framhaldsnáms í tannlæknadeild mið-
aður við árangur jólaprófa á 1. ári. Nokkr-
ar umræður urðu á fundinum og m. a. var
rætt um það, hvernig brugðist yrði við þvi
ef einhver eða einhverjir þeirra, sem næðu
þeim árangri á jólaprófi að mega halda
áfram námi, heltust af einhverjum ástæð-
um úr lestinni, þannig að færri héldu
áfram námi en háskólaráð heimilaði við
afgreiðslu ljöldatakmarkanabeiðna tann-
læknadeildar. í svari varaforseta tann-
læknadeildar kom efnislega fram að þá
skapaðist svigrúm til að heimila þeim
mun fleiri að halda áfram námi eftir jóla-
próf 1. árs ári síðar. Við undirrituð óskum
eftir því, að fulltrúi tannlæknadeildar
staðfesti þessi ummæli og svar hans verði
bókað.“
Málinu var vísað til tannlæknadeildar.
29.03.84
Lögð fram eftirfarandi bókun frá tann-
læknadeild vegna bókunar Guðvarðar
Más Gunnlaugssonaro. fl. á síðasta fundi:
„Tannlæknadeild mun hér eftir sem
hingað til leitast við að nýta öll kennslu-
rými að fullu. Ef stúdent hættir námi af
einhverjum ástæðum er því eðlilegt að
fylla það skarð sem þá myndast, sé þess
nokkurkostur." 05.04.84
Lagt fram bréf tannlæknadeildar, dags.
25. þ. m. Er þar lagt til að 7 stúdentar