Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 95
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
93
4. Nefndin skýri rektor frá gangi mála eft-
ir þörfum.
5. Nefndin skili áfangaskýrslu fyrir 1. maí
n. k., en lokaskýrslu fyrirárslok 1983.
Þessi dagskrárliður var samþykktur
með 10 atkvæðum gegn 1. 27.01.83
Svanur Kristjánsson prófessor var kjör-
inn í Þróunarnefnd 6. okt. 1983 í stað Þór-
ólfs Þórlindssonar, er dvaldist erlendis það
háskólaár.
Þórir Einarsson, formaður Þróunar-
nefndar, gerði grein fyrir áfangaskýrslu
nefndarinnar 29. mars 1984, og voru þá
einnig lagðar fram tillögur Háskólanefnd-
ar Félags háskólakennara frá því í janúar
1984 til kynningar. Áfangaskýrslan var
rædd á næstu fundum háskólaráðs. í júlí
lagði rektor fram svofellda tillögu: „Þar
sem ekki vinnst tími til að ræða loka-
skýrslu Þróunarnefndar fyrr en að hausti,
legg ég til að rektor, varaforseta háskóla-
ráðs og formanni Þróunarnefndar verði
falið að vinna að því við menntamálaráð-
herra að gerð verði 4—5 ára áætlun um
þróun Háskóla íslands á grundvelli
skýrslu nefndarinnar. Áætlunin verði jafn-
framt hluti af fjárlögum ríkisins.“ Umræð-
um var frestað þar til skýrsla Þróunar-
nefndar lá fyrir, í ágúst 1984. 13.01.83
06.10.83 28.03.84 05.04.84 23.08.84
II. Málefni deilda og stofnana
Læknadeild
Lagðir voru fram samningar sem gerðir
hafa verið við Landakotsspítala og Borgar-
spítala um kennslu læknanema og hlut-
verk sjúkrahúsanna sem kennslusjúkra-
húsa. Samþ. samhljóða. 13.01.83
Fulltrúi háskólaráðs í stjórn námsbraut-
a/ í hjúkrunarfræði var kjörinn Haraldur
Olafsson dósent til næstu tveggja ára. Full-
trúar læknadeildar í námsbrautarstjórn-
>nni verða Sigurður S. Magnússon prófess-
0r og Sigurður B. Þorsteinsson læknir.
30.09.82
Fulltrúi háskólaráðs í stjórn námsbraut-
ar í sjúkraþjálfun til næstu tveggja ára var
Kíörin Arndís Bjarnadóttir sjúkraþjálfari.
Fulltrúar læknadeildar í námsbrautar-
stJórninni verða Kári Sigurbergsson dós-
ent og Páll B. Helgason yfirlæknir, settur
’ektor. 30.09.82
Fulltrúi háskólaráðs í stjórn námsbraut-
ar í sjúkraþjálfun var kjörin Ólöf Stein-
grímsdóttir sjúkraþjálfari, í stað Arndísar
Bjarnadóttur, sem óskað hefur lausnar.
17.05.84
Heimspekideild
Skv. bréfum mrn., dags. 18. okt. 1982 og
1. mars 1983, hafa verið staðfestar reglu-
gerðir fyrir Heimspekistofnun, Stofnun í
erlendum tungumálum, Bókmenntafræði-
stofnun, Sagnfræðistofnun og Málvísinda-
stofnun. 07.11.82 10.03.83
Lagt var fram skjal frá 14 kennurum í
heimspekideild. Beina þeir eindregnum
tilmælum til háskólaráðs, að ráðið falli frá
þeim úrskurði sínum um ráðningu lektors
í dönsku sem það samþykkti á fundi sín-
um 5. júlí s.l. Er háskólaráð beðið að fá
heimspekideild málið aftur til afgreiðslu.
Einnig lagt fram bréf Samtaka stunda-
kennara, dags. 20. þ. m., og bréf Lise
Schmalensee lektors, dags. í dag. Snerta
bréf þessi ráðningu lektors í dönsku. Loks
lagt fram bréf Lektoratsudvalget, dags. 20.