Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 83
Kennarar háskólans
81
desember 1983 fyrir aldurs sakir, en var
síðan falið að gegna stöðunni til 31. jan-
úar 1984.
Læknadeiid
Kolbeini Kristóferssyni prófessor var veitt
lausn frá prófessorsembætti í geisla-
lækningafræði frá 31. júlí 1983 fyrir
aldurs sakir.
Verkfræöi- og raunvísindadeild
Sigurði Þórarinssyni prófessor var veitt
lausn frá prófessorsembætti í jarðfræði
frá 31. desember 1982 fyrir aldurs sakir.
Einari B. Pálssyni prófessor var veitt
lausn frá prófessorsembætti í byggingar-
verkfræði frá 1. jan. 1983 fyrir aldurs
sakir. Hann var síðan settur til að gegna
prófessorsembættinu áfram 30. júní
1984.
Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor var veitt
lausn frá prófessorsembætti í eðlisfræði
frá 1. febrúar 1984 fyrir aldurs sakir.
Karli Lúðvíkssyni dósent var veitt lausn
frá dósentsstöðu í vélaverkfræði frá 1.
september 1983 að eigin ósk.
Y'Öskiptadeild
Ofofi Björnssyni prófessor var veitt lausn
frá prófessorsembætti í þjóðhagfræði frá
desember 1982 fyrir aldurs sakir.
Hann var síðan settur til að gegna pró-
fessorsembættinu til 30. júlí 1983.
Látnir háskólakennarar
Guðmundur Jóhannesson, dósent í
æknadeild, andaðist 13. desember 1981.
Hann var fæddur á Seyðisfirði 27. jan-
--1925. Að loknu stúdentsprófi frá M.A.
.nam hann guðfræði í H.í. í eitt ár, en
nen sér síðan að læknisfræði og lauk
ættisprófi í þeirri grein vorið 1955.
e'ú Bolungarvíkur-læknishérað í árslok.
Hélt til framhaldsnáms í fæðingarhjálp og
kvensjúkdómum í Svíþjóð og starfaði þar
til 1966, er hann réðst sérfræðingur við
fæðingar- og kvensjúkdómadeild Land-
spítalans.
Hann hóf brátt störf við leit að krabba-
meini í móðurlífi hjá konum, og á því
sviði og í lækningum krabbameins vann
hann sín afrek. Árið 1971 var hann ráðinn
yfírlæknir við Leitarstöð Krabbameinsfé-
lagsins og varð dósent í læknadeild 1977.
Hann kenndi auk þess í Ljósmæðraskóla
íslands.
Með árunum hlóðust á Guðmund
margvísleg félagsstörf (hann hafði á Bol-
ungarvíkurárunum tekið virkan þátt í
sveitarstjórnarmálum), og var hann kos-
inn í stjórnir ýmissa læknasamtaka og í
ýmsar nefndir um heilbrigðismál, einnig á
alþjóðlegum vettvangi, t. d. á vegum Sam-
einuðu þjóðanna, svo mikla athygli vakti
starf hans og annarra að fyrirbyggjandi að-
gerðum gegn krabbameini með hóprann-
sóknum.
Umsvifamest voru störf hans að leit
krabbameins á byrjunarstigi í konum og
meðferð þess. Urðu krabbameinslækning-
ar og fyrirbyggjandi aðgerðir brátt aðal-
starf hans. Auk kennslu og annarra starfa
fór hann í ferðir víðs vegar um landið og
framkvæmdi víðtæka rannsókn á þúsund-
um kvenna. Bjargaði hann þannig Qölda
mannslífa. Guðmundur var gæddur
óvenjulegu starfsþreki, og ávann hann sér
því aðdáun starfssystkina sinna, einnig
fyrir djúpan skilning á mannlegum kjör-
um og fyrir ráðsnilld. Hann gekk að starfi
sínu af hugsjón, var sannfærður um að
unnt væri að útrýma leghálskrabbameini
algerlega á íslandi. Starfaði hann í þeim
anda.
Guðmundur skrifaði Qölda greina, bæði
í íslensk og erlend læknatímarit, um rann-
sóknaverkefni sín. Vöktu þær mikla at-
hygli, og var hann orðinn heimsþekktur
maður á sínu sérsviði að dómi kunnugra,