Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 111
Annáll
Hátíðir
Háskólahátið var haldin í Samkomu-
húsi háskólans (Háskólabíói) 25. júní
1983, og hófst hún kl. 2 síðdegis með því
að Einar Jóhannesson klarínettuleikari,
Sigrún Gestsdóttir sópransöngkona og
Daniel Knowles píanóleikari fluttu kon-
sertaríu eftir W. A. Mozart. Rektor, dr.
Guðmundur Magnússon flutti ræðu, Há-
skólakórinn söng undir stjórn Hjálmars
H. Ragnarssonar tónskálds, deildarforset-
ar afhentu prófskírteini og rektor ávarpaði
kandídata.
Háskólahátíð var haldin í Samkomu-
húsi háskólans (Háskólabíói) 30. júní
•984, og hófst hún kl. 2 síðdegis með því
að Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleik-
ari lék Mephistovals nr. 1 eftir Franz
Liszt. Rektor, dr. Guðmundur Magnús-
son flutti ræðu, Háskólakórinn söng undir
stjórn Áma Harðarsonar söngstjóra,
deildarforsetar afhentu prófskírteini og
rektor ávarpaði kandídata.
Athafnir til afhendingar prófskírteina
fóru fram í hátíðasal háskólans í október
°8 febrúar bæði háskólaárin. Rektor
ávarpaði kandídata, deildarforsetar af-
hentu prófskírteini og Háskólakórinn
söng undir stjórn Hjálmars H. Ragnars-
sonar tónskálds haustið 1982 og í febrúar
'983, en undir stjórn Árna Harðarsonar
söngstjóra haustið 1983 og í febrúar 1984.
Ræður rektors við þessi tækifæri eru
Prentaðar í 2. kafla hér að framan.
Doktorspróf
Laugardaginn 22. janúar 1983 fór fram
doktorsvörn í heimspekideild Háskóla ís-
lands. Doktorsvörnin var haldin í stofu
101 í Lögbergi, og hófst hún kl. 2 e.h.
VÉSTEINN ÓLASON, mag. art„ varði
ritgerð sína The Traditional Ballads of
Iceland: Historical Studies til doktors-
nafnbótar í heimspeki.
Andmælendur af hálfu heimspekideild-
ar voru Jón M. Samsonarson, mag. art.,
og Erik Sönderholm, dr. phil. Athöfninni
stjórnaði forseti heimspekideildar, Gunn-
ar Karlsson prófessor.
Laugardaginn 2. júní 1984 fór fram
doktorsvörn í heimspekideild Háskóla ís-
lands. Doktorsvörnin var haldin í hátíða-
sal háskólans og hófst kl. 2 e. h. HANS
JACOB DEBES, cand. mag., varði ritgerð
sína Nú er tann stundin ... Tjóðskapar-
rorsla og sjálvstýrispolitikkur til 1906 —
við seguligum baksýni til doktorsnafnbót-
ar í heimspeki. Fjallar ritið um upphaf og
þróun færeyskrar þjóðernishreyfingar og
sjálfstæðisstefnu.
Andmælendur af hálfu heimspekideild-
ar voru dr. Gunnar Karlsson prófessor og
dr. John F. West. Athöfninni stjórnaði
forseti heimspekideildar, Sveinbjörn
Rafnsson prófessor.
Æviatriði dr. phil. Hans Jacobs Debes
Hans Jacob Debes er fæddur í Gjógv í